30.06.2009
Hinn árlegi markaðsdagur í Gamla bænum í Laufási í Eyjafirði verður haldinn mánudaginn 3. ágúst frá 14:00 – 17:00. Á markaðnum mun að þessu sinni kenna ýmissa grasa þar má nefna handverk og listmuni ásamt margs konar matvöru úr héraðinu. Þjóðlegar veitingar, beint úr héraðinu, verða til sölu í Gamla prestssetrinu. Gamli bærinn í Laufási er opinn alla daga til 15. september frá 9-18.
Lesa meira
29.06.2009
Hvernig verður smjör til? Hvernig fór fólk að því í gamla daga að gera skyr? Hvernig fór fólk að við heyskap fyrir tíð heyvinnuvéla? Í Gamla bænum Laufási við Eyjafjörð verður hægt að fylgjast með fólki að við ýmsa iðju sem tíðkaðist í gamla daga sunnudaginn 5. júlí milli 13:30 og 17:00.Þátttakendur í starfsdeginum í Laufási eru félagar úr Laufáshópnum auk fjölda sjálfboðaliða.Veitingasala er í Gamla presthúsinu, en þar er hráefni úr héraði í hávegum haft . Opnunartími í Laufási er 9-18 alla daga.
Lesa meira
23.06.2009
Jónsmessuleikur í Kjarnaskógi er í kvöld. þriðjudaginn 23. júní, kl. 18.00-21.00. Framandi heimar vðera í skóginum þar má nefna: Pölse verden, Kraftheima, Sköpunarheimur, Dulheima,Jötunheima, Undirheima, Furðuheima, Miðheima, Glaðheima, Álfheima og Upplýsingaheima. Viltu kíkja í kistil dularfulla mannsins? Dularfullir munir - eru þeir úr Álfheimum? Sjáum við allt í kringum okkur? Hafið þið séð álfastein - álf - álfkonu??? Komdu og kíktu á okkur í jónsmessuleik í Kjarnaskógi. Jónsmessuleiknum lýkur með varðeldi kl 21.
Lesa meira
19.06.2009
Í ár eru liðin 94 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla. Í tilefni dagsins verður boðið upp á Kvennasögugöngu um innbæinn á Akureyri. Gengið verður frá Samkomuhúsinu kl.16.15 og mun Elín Antonsdóttir leiða gönguna. Staldrað verður við heimili Vilhelmínu Lever, Ragnheiðar O. Björnsson, Önnu Þorbjargar, Elísabetar Geirmundsdóttur og fleiri kvenna í innbænum. Gangan endar í Minjasafnsgarðinum þar sem boðið verður uppá kaffi. Gangan er samstarfsverkefni Minjasafnsins á Akureyri, Jafnréttisstofu og Zontaklúbbsins á Akureyri.
Lesa meira
14.06.2009
Það er tilvalið að bregða undir sig betri fætinum og kíkja í Gamla bæinn í Laufási á 17. júní því þá verður sannkallað þjóðhátíðarkaffihlaðborð í Gamla prestshúsinu. Fullorðnir borga 1400 kr, 6-12 ára 700kr en þeir sem eru yngri en 6 ára borga ekki neitt. Hnallþórur og annað góðgæti sem úr héraði verður á boðstólnum. Verið hjartanlega velkomin!
Lesa meira
14.06.2009
Hátt í 30 manns gekk um Nonnaslóð í dag í góðviðrinu. Það var ekki amalegt að feta þann stíg sem Nonni sjálfur gekk um og setjast á steininn góða þar sem afdrifarík ákvörðun var tekin. Göngumenn nutu þess að heyra lesið úr Nonnabók á nokkrum stöðum og fá að kynnast þessum ástsæla barnabókarithöfundi og umhverfinu sem hann lék sér í á annan hátt en þeir höfðu gert áður.
Lesa meira
08.06.2009
Fjölskylduganga um slóðir Jóns Sveinssonar – Nonna verður farin sunnudaginn 15. júní kl 14. Haraldur Þór Egilsson, sagnfræðingur og safnstjóri Minjasafnins á Akureyri leiðir gönguna. Farið verður stuttlega yfir lífshlaup Nonna og staðir skoðaðir sem tengjast lífi hans og sögum. Lagt verður af stað frá Nonnahúsi kl. 14. Gangan er létt og þægileg og því tilvaklin fyrir alla fjölskylduna. Gangan er þátttakendum að kostnaðarlausu og tekur rúma klukkustund
Lesa meira
02.06.2009
Fjöldi fólk lagði leið sína á Minjasafnið á opnun sýningarinnar Allir krakkar, allir krakkar, sem opnaði á laugardaginn. Einar einstaki, töframaðurinn ungi, átti hug og hjörtu ungra sem eldri gesta safnsins við opnunina. Skemmtileg samtöl milli kynslóða áttu sér stað og höfðu menn gaman að því hversu margt hefur breyst í tímans rás hvað vinnu og leiki barna varðar. Við höfum opið alla daga í sumar frá 10-17.
Lesa meira
27.05.2009
Sólskinsdagar í lífi barna eru margir.Góðu stundirnar með uppáhalds leikfangið í herberginu, í tómstundastarfi eða í skólanum eru mörgum enn hugleiknar. Á sýningu Minjasafnins Allir krakkar, allir krakkar... líf og leikir barna, sem opnar laugardaginn 30. maí kl 14, gefst gestum safnins kostur á því að dusta rykið af gömlum minningum og deila með sér upplifun æskuáranna til afkomenda sinna. Ungur töframaður frá Akureyri, Einar einstaki, mun opna sýninguna á laugardaginn með nokkrum velvöldum töfrabrögðum. Á sýningunni geta börn á öllum aldri brugðið sér í gervi, leikið sér og sest á skólabekk á sama tíma og minningaflóðið rennur um hugann!
Lesa meira
25.05.2009
Við opnum með pompi og prakt sýningu okkar: Allir krakkar, allir krakkar, - líf og leikir barna- laugardaginn 30. maí kl 14. Hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira