30.12.2008
Starfsfólk Minjasafnsins óskar öllum farsældar á nýju ári og vekur athygli á því að lokað verður frá 31. desember til 2. janúar.
Lesa meira
15.12.2008
Allt frá því að sjónvarpsþættirnir um Nonna og Manna voru sýndir í sjónvarpinu um árið hefur stöðugt verið spurt um hvort þeir væru til sölu. Nú eru þeir loksins komnir í veglegri 3 diska útgáfu, á íslensku, ensku og þýsku. Aukaefni er á þriðja disknum auk þess sem 12 síðna bæklingur fylgir. Diskarnir kosta um 5500 kr. Það er Bergvík sem sér um útgáfuna.Safnbúð Minjasafnsins er opin alla virka daga frá 8-16 og um helgar frá 14-16.Einnig er hægt að panta símleiðis í síma 462-4162.
Lesa meira
04.12.2008
Jólastemning fortíðarinnar verður endurlífguð sunnudaginn 7. desember frá 13:30 – 16 í Gamla bænum Laufási við utanverðan Eyjafjörð. Þá mun gestum og gangandi gefast kostur á því að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu. Jólaundirbúningurinn hefst með samverustund fyrir börnin kl 13:30 í Laufáskirkju undir stjórn sr. Gylfa Jónssonar. Laufáshópurinn ásamt öðrum velunnurum Gamla bæjarins munu sýna hefðbundin jólaverk, jólamarkaðurinn verður á sínum stað, kvæðamenn hefja upp raust sína og aldrei að vita nema Stekkjarstaur líti við.
Lesa meira
28.11.2008
Á safninu verður hægt að njóta notalegrar stemningar innan um áhugaverðar sýningar sem varpa ljósi á fortíðina fram til 21. des. Jólalegur blær er yfir sýningunni Hvað er í matinn? Þar geta gestir séð brot af jólagjöfum sem gefnar hafa verið í gegnum tíðina, jólaskraut sem tíðkaðist frá 1900 – 1980, jólatré og margt fleira. Norðurorka er styrktaraðili ljóss í myrkrinu. Opið bæði laugardag og sunnudaga milli kl 14-16 til 21. desember. Nú er tækifæri til að kíkja einnig í breytta og forvitnilega safnbúð þar sem finna má þjóðlega gjafavöru.
Lesa meira
21.11.2008
Aðventuævintýrið á Akureyri hefst á Minjasafninu laugardaginn 22. nóvember á opnunartíma safnins frá kl 14-16 með notalegri stemningu innan um áhugaverðar sýningar sem varpa ljósi á fortíðina. Jólalegur blær er yfir sýningunni Hvað er í matinn? Þar geta gestir séð brot af jólagjöfum sem gefnar hafa verið í gegnum tíðina, jólaskraut sem tíðkaðist frá 1900 – 1980, jólatré og margt fleira. Ungir listhneigðir Akureyringar verða með gjörning kl 14 sem mun án efa skapa enn meiri stemningu þennan dag á safninu.
Lesa meira
21.11.2008
Sérstök athygli er vakin á breyttri og forvitnilegri safnbúð þar sem finna má skemmtilegar þjóðlegar vörur sem tilvaldar eru í jólapakkann. Nefna má Aurum skartgripina eftir GuðbjörguKristínu Ingvarsdóttur, sjónlistaverðlaunahafa 2008, kökumót og trefla (rósaleppaprjón) Héléne Magnússon, ljósmyndir í eigu Minjasafnins, jólasveina úr tré, vettlinga Kitschfríðar, kerti Höddu og margt fleira. Sjón er sögu ríkari. Safnið er opið um helgar frá 22. nóv – 21.des kl 14-16
Lesa meira
21.11.2008
Jólastemning á Minjasafninu. Aðventuævintýrið á Akureyri hefst á Minjasafninu laugardaginn 22. nóvember á opnunartíma safnins frá kl 14-16 með notalegri stemningu innan um áhugaverðar sýningar sem varpa ljósi á fortíðina. Jólalegur blær er yfir sýningunni Hvað er í matinn? Þar geta gestir séð brot af jólagjöfum sem gefnar hafa verið í gegnum tíðina, jólaskraut sem tíðkaðist frá 1900 – 1980, jólatré og margt fleira. Norðurorka er styrktaraðili ljóss í myrkrinu. Opið bæði laugardag og sunnudaga milli kl 14-16 til 21. desember.
Lesa meira
14.11.2008
Hverjum finnst ekki gaman að vera boðið í afmæli? Jafnvel þó afmælisbarnið sé fjarverandi! Sunnudaginn 16. nóvember verður boðið til afmælisveislu Jóns Sveinssonar, fyrrum íbúa í Aðalstræti 54, í Nonnahúsi. Nonni hefði orðið 151 árs þennan dag. Húsið verður opið frá 13-16 en þar verður upplestur fyrir börn úr bókum sem Nonni sjálfur las þegar hann bjó í húsinu sem barn. Í sal Zontaklúbbs Akureyrar, Aðalstræti 54, flytur Brynhildur Pétursdóttir, fyrrum safnstjóri Nonnahúss, ferðasögu og frásögn af tilurð og opnun sýningar um Nonna sem opnuð var í Japan í október síðastliðinn. Aðgangur er ókeypis á sunnudaginn í Nonnahúsi og heitt á könnunni í Zontahúsinu. Verið hjartanlega velkomin.
Lesa meira
03.11.2008
Námskeið í tólgarkertagerð verður haldið þann 8 nóvember frá kl 11- 14:30 í gamla bænum Laufási. Kennari er Guðrún H. Bjarnadóttir (Hadda). Áhugasamnir eru beðnir að panta pláss hjá Höddu í síma 899-8770 fram á fimmtudagskvöld. Námskeiðsgjaldið er 5000 kr. Súpa og brauð stendur þátttakendum til boða í gamla Prestshúsinu gegn vægu gjaldi.
Lesa meira