Fjölmargir sóttu Minjasafnið og Laufás heim á íslenska safnadaginn

Um 260 manns gerðu sér dagamun á íslenska safnadaginn í gær. Um 260 manns komu á Minjasafnið en um 600 manns sóttu gamla bæinn í Laufási heim á starfsdeginum Hvað ungur nemur gamall temur!
Lesa meira

Íslenski safnadagurinn - Gönguferð um Gásir

Á íslenska safnadaginn 13. júlí kl 14 verður gönguferð með leiðsögn um Gásir, hinn forna verslunarstað frá miðöldum. Gangan tekur um klukkustund og farið verður frá bílastæðinu (hinu nýja) á Gásum.
Lesa meira

Hvað ungur nemur gamall temur - starfsdagur í Laufási

 Hvernig verður smjör til? Hvernig fór fólk að því í gamla daga að gera skyr? Hvernig fór fólk að við heyskap fyrir tíð heyvinnuvéla? Í Gamla bænum Laufási við Eyjafjörð verður hægt að fylgjast með fólki að við ýmsa iðju sem tíðkaðist í gamla daga á íslenska safnadaginn, sunnudaginn 13. júlí, milli 13:30 og 16:00.  
Lesa meira

Hvað ungur nemur gamal temur -starfsdagur í Laufási

Hvernig verður smjör til? Hvernig fór fólk að því í gamla daga að gera skyr? Hvernig fór fólk að við heyskap fyrir tíð heyvinnuvéla? Í Gamla bænum Laufási við Eyjafjörð verður hægt að fylgjast með fólki að við ýmsa iðju sem tíðkaðist í gamla daga sunnudaginn 13. júlí milli 13:30 og 16:00.
Lesa meira

Söngferðalag í tali og tónum í Minjasafnskirkjunni

Önnur söngvaka sumarsins verður haldin laugardaginn 5. júlí kl. 20:30 í Minjasafnskirkjunni á Akureyri. Minjasafnið á Akureyri hefur boðið upp á söngvökur síðan 1994. Þær hafa vakið verðskuldaða athygli enda hvergi hægt að finna skemmtidagskrá af þessum toga. Flytjendur eru þau Þórarinn Hjartarson og Kristjana Arngrímsdóttir. Aðgangseyrir er 1500 krónur. 
Lesa meira

Ullarþæfing í Gamla bænum Laufási

Hefur þú séð hvernig ullarhnoðri verður að fínustu klæðum? Getur ullinn orðið að fallegu skarti? Laugardaginn 5. Júlí milli 10 og 17 í Gamla bænum  Laufási, í Grýtubakkahreppi 30 km frá Akureyri, verður hægt að sjá þær Elísabetu Jóhönnu Zitterbart og Inger N. Jensen sýna réttu handbrögðin við þessu mikilvægu iðn. 
Lesa meira

Haraldur þór Egilsson ráðinn safnstjóri Minjasafnsins

Sex umsóknir bárust um stöðuna sem auglýst var nú á dögunum. Það var einróma niðurstaða stjórnar Minjasafnsins að ráða Harald Þór Egilsson sem safnstjóra.  Haraldur Þór hefur verið safnkennari á Minjasafninu frá árinu 2003 en mun hefja störf sem safnstjóri þann 1. ágúst. Hann útskrifaðist með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og lauk MA prófi í Diplomatic Studies frá University of Leicester árið 2003. Hann hefur starfað sem leiðbeinandi við Lundarskóla og Brekkuskóla á Akureyri og sinnt sagnfræðirannsóknum auk þess að vera stundakennari við Háskólann á Akureyri og við DiploFoundation. 
Lesa meira

Lesið á legsteina gönguferð með leiðsögn

Gengið verður um kirkjugarð Akureyrar fimmtudagskvöldið 26. júní kl 20. Gangan hefst við Minjasafnskirkjuna en hún stendur á lóð fyrstu sóknarkirkju Akureyringa. Tilurð og saga kirkjugarðsins verður rakin og staldrað verður við valda legsteina sem eru eins og svo margt annað mótaðir af tískustraumum á hverjum tíma. Hanna Rósa Sveinsdóttir ,sagnfræðingur og safnvörður við Minjasafnið, og Smári Sigurðsson, forstöðumaður Kirkjugarða Akureyrar, leiða gönguna. Áætlað er að gangan taki um tvær klukkustundir. Ekkert þátttökugjald og allir eru velkomnir.
Lesa meira

Kvennasöguganga í Innbænum 19. júní

Kvennasögugangan er nú gengin í fyrsta sinn á Akureyri en hún er samvinnuverkefni, Jafnréttisstofu, Zontaklúbbanna á Akureyri og Minjasafnsins. Gengið verður frá Samkomuhúsinu kl.16.15 og mun Elín Antonsdóttir leiða gönguna. Áður en gangan hefst  mun Sigrún Björk Jakobsdóttir ávarpa göngugesti.  Í göngunni um innbæinn munu kjarnakonur eins og Vilhelmína Lever, Ragnheiður O. Björnsson, Anna Þorbjörg, Elísabet Geirmundsdóttir og fleiri konur koma við sögu. En allar þessar konur bjuggu og störfuðu í Innbænum. Valgerður Bjarnadóttir flytur ávarp í lok göngunnar og boðið verður uppá kaffi í Zontahúsinu að göngunni lokinni. Allir velkomnir
Lesa meira

Söngvaka í Minjasafnskirkjunni

Söngvakan í Minjasafnskirkjunni er söngferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga. Laugardaginn 21. júní kl 20:30 munu áheyrendur heyra dróttkvæði miðalda og söngva og þjóðlög frá nítjándu og tuttugustu öld. Flytjendur eru Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson. Aðgangseyrir er 1500 kr.
Lesa meira