Eyfirski safnadagurinn 3. maí -vertu gestur í heimabyggð

Vertu gestur í heimabyggð og komdu í heimsókn í öll söfnin í Eyjafirði.  Söfnin verða opin þennan laugardag frá 11-17 og eitthvað spennandi verður um að vera í í þeim öllum. Rútuferðir með leiðsögn verða í boði þátttakendum að kostnaðarlausu. Önnur rútan fer frá Akureyri til Siglufjarðar og tilbaka en hin fer fram í fjörð og út í Gamla bæinn Laufás og endar aftur á Akureyri. Að sjálfsögðu verður farið í söfnin og sýningar skoðaðar á leiðinni. Safnastrætó verður á Akureyri. Nánari dagskrá mun birtast á síðunni á allra næstu dögum. Fylgist með!! 
Lesa meira

Útvarpsþáttur um Nonna

Eftir viðburðarríkt afmælisár heldur rithöfundurinn og jesúítapresturinn Jón Sveinsson, Nonni, áfram að vekja verðskuldaða athygli. Fimmtudaginn 10. apríl verður á dagskrá Rásar 1 útvarpsþátturinn Íslands göfugasti sonur - Nonni og Þýskaland, eftir Arthur Björgvin Bollason. "Í þættinum er fjallað um tengsl Jóns Sveinssonar við Þýskaland, en hann samdi flestar bækur sínar á þýsku. Nokkrir samtímamenn segja frá kynnum sínum af honum og flutt gamalt viðtal við mann sem var fylgdarsveinn Nonna til Íslands á Alþingishátíðina 1930." Sjá ruv.is
Lesa meira

Nonni, Manni og Júlli 20 árum síðar

Fjölmargir gestir lögðu leið sína í Nonnahús um páskana. Enginn átti þó von á að rekast á Nonna, Manna og Júlla smaladreng í eigin persónu. Þeir höfðu þó mælt sér mót í Nonnahúsi á skírdag. Þetta voru þeir Garðar Thór Cortes (Nonni), Einar Örn Einarsson (Manni) og Jóhann G. Jóhannsson (Júlli smaladrengur) sem léku í sjónvarpsþáttunum Nonni og Manni.
Lesa meira

Glöggt er gests augað

Svo vel hefur gengið að fá upplýsingar um ljósmyndir á sýningunni Þekkir þú... fjölbreytileika mannlífsins að bætt hefur verið við 14 óþekktum myndum. Þær eru flestar úr safni áhugaljósmyndarans Maríu Pétursdóttur og eru frá því eftir 1945.Á safninu er einnig að finna tvær aðrar áhugaverðar sýningar: Akureyri-bæinn við Pollinn og Eyjafjörð frá öndverðu.Aðgangur ókeypis. Opið er um páskana: skírdag, laugardaginn 22. mars og annan í páskum frá 14-17. Einnig er opið á sama tíma í Nonnahúsi.
Lesa meira

Skíði-skautar-sleðar

Örsýning Minjasafnins, skíði – skautar – sleðar, í samstarfi við Pennann-Eymundsson og Skíðaþjónustuna var opnuð 14. mars. Hún er sett upp í tilefni af páskum þegar vetraríþróttir eru iðkaðar sem aldrei fyrr bæði af heimafólki og gestum. Í glugga Pennans-Eymundson eru ljósmyndir í bland við fatnað, tæki og tól sem þarf við slíka iðju bæði gömul og glæný.  Í búðinni er einnig ljósmyndasýning á tölvuskjá með stemningsmyndum sem flestar eru frá Akureyri.
Lesa meira

Örnámskeið Laufáshópsins

Laufáshópurinn stendur fyrir mörgum áhugaverðum námskeiðum. Næstu námskeið eru 31. mars og 1. apríl. Örnámskeið undir Kerlingu í landi Fífilbrekku EyjafjarðarsveitVattarsaumur  31. mars kl. 17-20.Smokkar/handstúkur 1.apríl kl. 17-20.http://laufashopurinn.akmus.is/namskeið.htm
Lesa meira

Ljósmyndaspjall

Vissir þú að ljósmyndir voru teknar á silfurplötur eða glerplötur sem passa þurfti uppá að brotnuðu ekki. Laugardaginn 8. mars kl 14 mun Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar Minjasafnins á Akureyri, spjalla við gesti safnins um ljósmyndatækni fyrr og nú. Aðgangur ókeypis.
Lesa meira

Tapað-fundið 1854!!!

Auglýsing úr óþekktu norðlensku blaði 20. desember 1857. Undirstrikanir eru vefstjóra.Fyrir hálfu þriðja ári síðan fluttist hingað með einhverjum ferðamanni úr austurlandi nýlegur hvítur vaðmála langsekkur með tvennum karlmanns fatnaði (spari og hversdags), og hefur þetta verið hjer í geymslu til þessa án þess nokkur hafi lízt eptir því; sá sem er sannur eigandi að tjeðum munum, vitji þeirra eða ráðstafi þeim það fyrsta og borgi þessa auglýsingu.Grímsstöðum við Mývatn 21. nóvember 1857 
Lesa meira

Ljósmyndasýning 2007 á netinu

Ljósmyndasýningin Þekkir þú... híbýli mannanna? hefur nú verið gerð aðgengileg á vef Minjasafnsins. Hægt er að skoða allar myndir sem voru á sýningunni og þær upplýsingar sem bárust. Allar upplýsingar eru aðsjálfsögðu velþegnar.Smelltu hér til að skoða ljósmyndasýningu 2007.
Lesa meira

Sýningargestir láta ljós sitt skína

Óhætt er að segja að árangur og aðsókn að ljósmyndasýningiunni Þekkir þú... fjölbreytileika mannlífsins?, hafi farið fram úr björtustu vonum. Nú eru komnar fram greiningar og tillögur um 75% myndanna. Enginn ætti að láta þessa sýningu fram hjá sér færa fremur en sýningarnar Akureyri bærinn við Pollinn eða Eyjafjörður frá öndverðu.Aðgangur ókeypis.
Lesa meira