Brot af því besta – síðasta sýningarvika

Nú fer hver að verða síðastur að sjá sumarsýningu Minjasafnins á Akureyri. Sýningin hefur gengið vel og gestir safnins hafa verið hrifnir af þeim dýrmætu gripum safnins sem prýða sýninguna. Síðasti sýningardagur er 15. september en opið er alla vikuna frá 10-17.
Lesa meira

Kveðja frá Brasilíu

Það er alltaf gott að fá hrós og sunnudaginn 9. september 2007 færði  meðlimur í alþjóðráði safna okkur góðar kveðjur fyrir einstaklega  vel hannaðar  og faglega unnar sýningar: „With my best compliments for the extraordinary quality of your Museum. Very good design and also good museology.“Luis Juaris Medur ICOM félagi frá Brasilíu
Lesa meira

Evrópski Menningarminjadagurinn 2007 - Akureyrarkirkja

Menningarminjadagur Evrópu 2007 verður haldinn föstudaginn 7. september til að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins og að skapa vettvang til að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu.Á Akureyri kynnir Haraldur Þór Egilsson sagnfræðingur sögu Akureyrarkirkju og gripi hennar milli 17:30 og 19:00.
Lesa meira

Kirkjur Íslands

Þann 29. ágúst, á 145 ára afmælisdegi Akureyrarbæjar, opnaði sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup sýninguna Kirkjur Íslands, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.  Sama dag komu út níunda og tíunda bindi samnefndrar ritraðar, sem gefin er út af Þjóðminjasafni Íslands, Húsafriðunarnefnd ríkisins, Fornleifavernd ríkisins, og Biskupsstofu. Tvö nýjustu bindin fjalla um friðaðar kirkjur í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Minjasafnið á Akureyri og Byggðasafnið í Hvoli á Dalvík tóku þátt í útgáfu þeirra með því að leggja til greinaskrif og gamlar ljósmyndir af kirkjustöðunum.
Lesa meira

Draugagöngunni óx fiskur um hrygg!

Hin árlega draugaganga Minjasafnsins og Leikfélags Akureyrar var sú fjölmennasta í sögunni. Áætlað er að um 800 þáttakendur (þessa heims) hafi gengið út Aðalstrætið undir leiðsögn Þórs Sigurðarsonar.
Lesa meira

Kirkjur Íslands - sýning í Akureyrarkirkju

Í tilefni af útkomu binda 9 og 10 í ritröðinni Kirkjur Íslands verður opnuð sýning miðvikudaginn 29. ágúst kl. 20.00 í safnaðarheimili Akureyrarkirkju um friðaðar kirkjur, gripi og minningarmörk í Eyjafirði, Skagafirði, Húnaþingi og á Ströndum. Þorsteinn Gunnarsson. Arkitekt, greinir frá Kirkjum Íslands og bindum 9 og 10 sem fjalla um Eyjafjarðarprófastsdæmi, en  Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup opnar sýninguna.Sýningin stendur til 29. september.
Lesa meira

Kaffihlaðborð og spádómar í Laufási

Sunnudaginn 26. ágúst verður kaffihlaðborð og lesið í bolla í Gamla prestshúsinu í Laufási. Sest verður að kræsingum og spádómum kl. 14 og stendur veislan til kl. 17.Gamli bærinn Laufás er opinn alla daga frá 9-18.
Lesa meira

Járnsmíði, körfugerð, spjaldvefnaður, skylmningar og fallbyssuskot

Þetta er eingöngu brot af þvi sem þeir 730 gestir sem heimsóttu miðaldakaupstaðinn í dag fengu að berja þar augum. Perlur, gler, strútshettur, luktir, skartgripir, sverð og brynjur skiptu um eigendur og litlum riddurum skaut upp eins og gorkúlum á svæðinu. Enn er möguleiki að upplifa þessa einstöku stemningu og fræðast um það sem fram fór á Gásum á miðöldum. Hér má sjá dagskrána í heild sinni. Aðgangseyrir 1000 kr fyrir 14 ára og eldri, 13 og yngri 250 kr en þeir sem eru minni en miðaldasverð fá frítt inn.
Lesa meira

Gásakaupstaður lifnar við 21. og 22. júlí

Innlent og erlent handverksfólk hefur unnið hörðum höndum í vetur svo Gásakaupstaður fyllist lífi á ný. Miðaldamarkaðurinn verður enn meira spennandi heim að sækja nú en á síðasta ári. Víðsvegar um kaupstaðinn mun eyfirskt og danskt handverksfólk, íklætt miðaldaklæðnaði, vinna að leður- og vattarsaumi, ullarþæfingu, vefnaði og tálgun. Miðaldatónlist mun hljóma um kaupstaðinn, brennisteinn úr Námafjalli verður hreinsaður og hleypt verður af fallbyssu af þeirri gerð sem tíðkaðist í Evrópu á miðöldum.
Lesa meira

Kiðagil kemur færandi hendi

Safninu berast ótal gjafir á hverju ári. Það var okkur sérstök ánægja að taka við gjöf krakkanna á Kiðagili sem afhentu okkur til varðveislu eftirlíkingar af húsi safnsins og Akureyrarkirkju.Eftirlíkingarnar eru nú til sýnis í sólstofu Minjasafnsins.
Lesa meira