09.12.2007
Jólastemmning fortíðarinnar verður endurlífguð sunnudaginn 10. desember frá 14 – 16 í Gamla bænum Laufási við utanverðan Eyjafjörð. Þá mun gestum og gangandi gefast kostur á því að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu.
Lesa meira
04.12.2007
Á fullveldisdaginn síðastliðinn laugardag veitti Þjóðhátíðarsjóður Gásaverkefninu veglegan styrk til þess að vinna að frágangi og varðveislu á kirkjutóft og búðarleifum Gásakaupstaðar. Það var afar ánægjulegt og mikið verk framundan í sumar.
Lesa meira
04.12.2007
Síðastliðinn miðvikudag veitti menningarráð Eyþings Gásverkefninu styrkt til bókagerðar um Gásir. Verkefnið hlaut þriðja stærsta styrkinn og var það afar ánægjulegt. Brynhildur Þórarinsdóttir, margverðlaunaður barnabókarithöfundur, mun því brátt leggjast undir feld og undirbúa gerð bókarinnar. Það voru Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnisstjóri, og Brynhildur Þórarinsdóttir sem tóku á mótu styrknum í Þorgeirskirkju.
Lesa meira
21.11.2007
Það voru fjölmargir sem litu við til að skoða minningarstofuna að Hrauni í Öxnadal. Rúmlega 200 manns litu við um helgina þrátt fyrir óhagstætt veður á laugardaginn. Opnunarhátíðin tókst eins og best gat hugsast og ríkti mikil ánægja með sýningarnar. Viljum við koma þakklæti til allra sem lögðu leið sína að Hrauni þessa helgi.Skoða myndir frá opnunarathöfn.
Lesa meira
16.11.2007
Færri komust að en vildu á draugalegri kvöldvöku sem haldin var í Gamla bænum Laufási 15. nóvember. 37 manns hlýddu á Þór Sigurðsson segja sögur af sinni alkunnu snilld.
Lesa meira
16.11.2007
Í gær voru afhentar viðurkenningar til styrkþega Sparisjóðs Norðlendinga. Sparisjóðurinn studdi myndarlega við miðaldamarkaðinn á Gásum. Verkefnin eiga það sameiginlegt að mati úthlutunarnefndar Sparisjóðsins að auðga og bæta mannlíf á svæðinu og vinna ötullega að sínum málum.
Lesa meira
15.11.2007
Mikil ásókn er í baðstofukvöld í Laufási og er nú þegar fullbókað. Í athugun er að endurtaka uppákomuna fylgist því með hér á síðunni eða skráið ykkur á póstlista safnsins.
Lesa meira
15.11.2007
Takmarkað ljós, fólk situr á rúmum eftir að hafa gengið um löng baðstofugöngin leggur hlustir við frásögn sögumannsr. Þetta er nokkuð sem þú getur upplifað fimmtudagskvöldið 15. nóvember kl. 20 í baðstofunni í Gamla bænum í Laufási. Þá verður baðstofustemningin endurvakin og Þór Sigurðsson, safnvörður Minjasafnins á Akureyri, flytur þjóðlegar draugasögur. Athugið takmarkað sætarými er í baðstofunni. Pantið sæti í síma 463-3104.Aðgangseyrir 500 krónur. Kaffi eða kakó ásamt smákökum gegn vægu gjaldi í Gamla prestshúsinu.
Lesa meira
14.11.2007
Dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember, er helgaður Jónasi Hallgrímssyni. Af þesu tilefni kemur út bókin Jónas Hallgrímsson - Ævimynd, eftir Böðvar Guðmundsson og verður fyrirlestur um Jónas í Ketilhúsinu á Akureyri kl. 17:15 sama dag. Um helgina verður minningarstofa og fræðimannsíbúð að Hrauni í Öxnadal opnuð fyrir almenning. Opið verður frá 13-18 báða dagana.
Lesa meira
14.11.2007
Stoðvinir Minjasafnins á Akureyri verða með opinn félagsfund miðvikudaginn 14. nóvember kl. 17.00-18.00 í Minjasafninu.Fundurinn er opinn öllum þeim sem hafa áhuga á vexti og viðgangi Minjasafnsins á Akureyri.
Lesa meira