Óveður

Nú snjóar rækilega í Eyjafirði. Ekki í fyrsta skipti. Hér er mynd tekin um 1950 af Gísla Ólafssyni. Eftir stórhríðar og rafmagnsleysi voru götur bæjarins ekki mokaðar og bæjarbúar fóru fótgangandi til að sækja vistir og biðröð eftir mjólkinni í Gilinu.Ætli nútímafólk hafi minni þolinmæði gagnvart ófærð?
Lesa meira

Öskudagur

Nú líður að einum mesta hátíðisdegi barna á Akureyri, öskudeginum. Spennan magnast vikurnar áður en dagurinn rennur upp. Í morgunsárið sprettur fram hvert liðið á fætur öðru með þaulæfða söngdagskrá og skrautlega búninga. Bærinn tekur á sig annan svip. Fullorðna fólkið fyllist nostalgíu og brosir út að eyrum.Skoða myndir frá öskudegi þá og nú.Fróðleikur um öskudagEndurminningar - öskudagur 1940Endurminningar - öskupokar 1955
Lesa meira

Ljósmyndasýning - Þekkir þú... fjölbreytileika mannlífsins

Ert þú mannglögg/ur? Ertu minnug/ur á staðhætti? Ef svo er þá skorar Minjasafnið á Akureyri á þig að aðstoða starfsfólk safnins við að koma nafni á andlit, hús, mannvirki og þorp á ljósmyndasýningunni Þekkir þú...fjölbreytileika mannlífsins? Opið alla laugardaga frá 2. febrúar til 26. apríl.
Lesa meira

Bóndadagur - upphaf þorra.

Karlmenn allra landa! Til hamingju með bóndadaginn. Þorrinn er genginn í garð. Einu gildir hvort það hafi tíðkast að bjóða þorra velkominn með því senda bóndann út að morgni dags til að hlaupa þrjá hringi í kringum hýbýlin, á skyrtunni einni fata, í annari brókarskálminni, en allsberan að öðruleiti. 
Lesa meira

Sumaropnun í Laufási-Vinnuhjúaskildagi í Gamla bænum í Laufási

Sumarið hefst í Laufási á þessum forna verkalýðsdegi þegar fólk gat skipt um búsetu og vinnustað.Fræðsla um fardaga vinnuhjúa. Þór Sigurðsson kveður rímur.Dagskráin byrjar 20:30. Gamli bærinn er opinn til kl. 22.Frá og með 15. maí er opið alla daga frá 9-18.
Lesa meira

Baðstofukvöld í Laufási - draugasögur

Takmarkað ljós, fólk situr á rúmum eftir að hafa gengið um löng baðstofugöngin leggur hlustir við frásögn sögumannsr. Þetta er nokkuð sem þú getur upplifað fimmtudagskvöldið 31. janúar kl. 20 í baðstofunni í Gamla bænum í Laufási. Þá verður baðstofustemningin endurvakin og Þór Sigurðsson, safnvörður Minjasafnins á Akureyri, flytur þjóðlegar draugasögur. Athugið takmarkað sætarými er í baðstofunni. Pantið sæti eftir kl. 17:00  í síma 463-3104 29. og 30. janúar.Aðgangseyrir 500 krónur. Kaffi eða kakó ásamt smákökum gegn vægu gjaldi í Gamla prestshúsinu.
Lesa meira

Nýársdagur 1915. Óvenjulegur dagur.

Nýársdagur  1915 var óvenjulegur. Dagur sem margir höfðu beðið af óþreygju en aðrir borið nokkurn kvíðboga til. Þennan dag gekk í gildi fullkomið áfengisbann. Bannað hafði verið að flytja inn áfengi frá 1. Janúar 1912 en heimilt var að selja birgðir í þrjú ár á eftir. Frá  1915 máttu aðeins lyfsalar og héraðslæknar selja áfenga drykki og aðeins til lækninga!  Þetta póstkort er eitt margra sem varðveitt er á Minjasafninu. Skoða póstkort.
Lesa meira

Jólaannir í Gamla bænum Laufási - vel sótt þrátt fyrir annirnar í aðventu

Jólastemningin var mikil í Gamla bænum í Laufási síðastliðinn sunnudag þegar sveitin angaði af hangikjöti og kúmenkaffi. Jólasveinarnir komu í heimsókn og reyndu sig við laufabrauðsútskurð og höfðu þeir gaman af. 300 manns leituðust eftir því að upplifa jólaundirbúninginn eins og hann var í gamla daga í íslensku sveitasamfélagi og góður rómur var gerður af því sem fyrir augu þeirra bar.
Lesa meira

Glaðværir krakkar á jólavöku safnsins

Jólavaka Minjasafnins er afar vel sótt í ár.  Um 1100 krakkar á bæði leikskóla- og grunnskólaaldri koma og fræðast um ljósfæri, jólatré, jólakort, jólakveðjur, kenjar jólasveina og síðast en ekki síst afmælisbarnið Nonna og ævintýri hans. Oft hefur verið margt um manninn á jólavöku Minjasafnsins en aldrei eins og nú og gleðin og áhuginn skín úr andliti hvers barns. Morgnarnir eru því annasamir á safninu þessa daga fyrir jólafrí.  
Lesa meira

Merk tímamót í sögu Gásaverkefnisins

Í dag var stofnuð sjálfseignastofnun um Gásaverkefnið nafn hennar er Gásakaupstaður. Að sjálfseignastofnuninni Gásakaupstaður ses standa Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Gásafélagið, Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð, Minjasafnið á Akureyri, Svalbarðsstrandarhreppur og Laufáshópurinn (Gásahópurinn). Við þetta tækifæri veittu bæði Fjárfestingarbankinn Saga Capital og KEA svf stofnuninni styrk sem mun fara í uppbyggingu þjónustu á Gásum strax á næsta ári.
Lesa meira