Spáð í klæðnað Sturlunga

Hvaða gildi höfðu klæði eða klæðnaður á Sturlunga öld? Hvað lögðu menn á sig til að vera flottir í tauinu og tolla í tískunni? Hverju hefði Sighvatur á Grund klæðst? Hefði hann klæðst eins og Björgólfur í Landsbankanum?Spáð í klæðnað  Sturlunga kl. 14:00 í Minjasafninu á Akureyri.
Lesa meira

Söngvaka í Minjasafnskirkjunni

Söngvaka í Minjasafnskirkjunni 9. júní kl. 20:30. Aðgangseyrir 1500 kr. Söngferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga. Efnisskráin er afar fjölbreytt og spannar allt frá dróttkvæðum miðalda til söngva og þjóðlaga frá nítjándu og tuttugustu öld.Flytjendur: Þórarinn Hjartarson og Þuríður Vilhjálmsdóttir
Lesa meira

Vinningshafar í ratleik

Við þökkum góða þátttöku í ratleik Minjasafnsins, Nonnahúss og Iðnaðarsafnsins á Akureyri á eyfirska safnadeginum 5. maí sl. Smelltu hér að neðan til að lesa nöfn þeirra sem voru dregnir úr lukkuhattinum. 
Lesa meira

Sumaropnun í Gamla bænum í Laufási

Vinnuhjúaskildagur, hvað er nú það? Sögulegir íslenskir merkisdagar sem tengjast atvinnulífi eru margir. Þar á meðal er vinnuhjúaskildagur. Af þessu tilefni og sumaropnun Gamla bæjarins í Laufási munu STOÐ-vinir Minjasafnins flytja fróðleiksmola um vinnuhjúaskildaginn sunnudaginn 13. maí kl. 14 og kveðnar verða rímur í baðstofunni. Gamli bærin er opinn milli 14 og 16. og verða kaffi/kakó og lummur í Gamla prestssetrinu. Gamli bærinn í Laufási er opinn alla daga frá kl. 9-18 fram til 15. september.
Lesa meira

Eyfirski safnadagurinn – kominn til að vera!

Eyfirðingar sem og aðrir gerðu sér glaðan dag á eyfirska safnadaginn og flykktust í söfnin í firðinum.
Lesa meira

Altarisdúkasýning á Kirkjulistaviku

Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju hefst Dagana 28. apríl, en þetta er í 10.  skipti sem Akureyrarkirkja og Listvinafélag Akureyrarkirkju standa að Kirkjulistaviku, sem hefur verið  haldin annað hvert ár frá árinu 1989.  Dagskrá Kirkjulistavikunnar verður fjölbreytt að vanda. Minjasafnið stendur að sýningu á Altarisdúkum í kirkjum Eyjafjarðarpórfastsdæmis. Sýningin er afrakstur rannsóknar Jennýjar Karlsdóttur og Oddnýjar E. Magnúsdóttur.Sýningin er í kapellu Akureyrarkirkju verður opnuð sunnudaginn 29. apríl kl. 16:00.
Lesa meira

19. aldar messa sunnudaginn 29. apríl

Andi nítjándualdar svífur yfir vötnum í Minjasafnskirkjunni sunnudaginn 29. apríl nk. kl. 14 en þá verður sungin messa í nítjándualdar stíl. Messuform, sálmar og tón verður sótt í heimildir frá seinni hluta 19. aldar.  Kammerkórinn-Hymnodia leiðir sönginn.  Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Messukaffi í Zontasalnum Aðalstræti 54. 
Lesa meira

Fjölmenni og fjör á sumardeginum fyrsta

Á milli 500 og 600 manns lögðu leið sína á Minjasafnið á sumardaginn fyrsta. Starfsmenn og vinafélag Minjasafnsins þakkar öllum þeim sem tóku þátt í að skapa skemmtilega sumarstemningu með góðri þátttöku.Þú getur skoðað myndaalbúm frá sumarhátíðinni með því að smella hér.
Lesa meira

Sumar, söngur og sápukúlur

Fjölskyldustemning á Minjasafninu á Akureyri sumardaginn fyrsta kl 14-16  með leikjum, lummum og söng. Blásum vetrinum burt með sápukúlublæstri.  Minjasafnið á Akureyri, STOÐvinir Minjasafnins og Akureyrarstofa standa að barnaskemmtuninni með góðum stuðningi Dótakassans.Aðgangur er ókeypis 
Lesa meira

Hátíðarmessa í Minjasafnskirkjunni annan í páskum

Mánudaginn 9. apríl, annan í páskum, verður hátíðarmessa í Minjasafnskirkjunni kl. 17:00.Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson sér um athöfnina og félagar úr kór Akureyrarkirkju syngja. Kristjana Arngrímsdóttir syngur einsöng. Organisti er Arnór B. Vilbergsson. Hátíðleg stemning í kirkjunni sem byggð var 1846 á Svalbarði við Eyjafjörð en flutt í Minjasafnsgarðinn við Aðalstræti árið 1970. Kirkjan var endurvígð 1972.
Lesa meira