14.10.2008
Laugardaginn 18. október kl 14- 16 verður hægt að fylgjast með hvernig kindahausar og lappir eru sviðin og það sem margir myndu kalla alvöru sláturgerð. Fyrir áhugasama verður hægt að smakka heimagerða kæfu, slátur, fjallagrasabrauð og fjallagrasamjólk. það er því tilvalið að leggja leið sína í Gamla bæinn í Laufási. Tóvinnufólk verður að störfum í baðstofunni og forvitnilegur markaður með handverki og ýmsu góðgæti fyrir munn og maga verður til sölu í skálanum. Lummukaffi verður til sölu í Gamla prestshúsinu.
Lesa meira
15.09.2008
Minjasafnið á Akureyri er ekki lagst í vetrardvala. Safnið er opið á Laugardögum frá 14-16. Ákveðið hefur verið að framlengja sumarsýningu Minjasafnsins: Hvað er í matinn? Hún átti eingöngu að standa til 15. september en vegna fjölda áskoranna mun hún standa út árið og er því kærkomin viðbót við safnakennslu Minjasafnins.
Lesa meira
02.09.2008
Í tilefni af réttardegi í Grýtubakkahreppi laugardaginn 6. sept. gefst fólki kostur á að gæða sér á berjaskyri í veitingasölunni í gamla Prestshúsinu í Laufási. Á sunnudeginum verður lummukaffi í veitingasölunni en þar er ávallt leitast við að bera fram mat úr héraði gegn vægu gjaldi. Við viljum vekja athygli á því að næsta helgi er næstsíðasta opnunarhelgi í Gamla bænum Laufási. Opnunartími í Laufási er alla daga til 15. sept frá 9-18.
Lesa meira
02.09.2008
Hátt á annað þúsund manns, þessa heims, gengu að þessu sinni um Innbæ Akureyrar í Draugagöngu Minjasafnins og Leikfélags Akureyrar eftir setningu Akureyrarvöku síðasta föstudagskvöld. Veðrið lék við göngufólk en samt sem áður risu hár þess trekk í trekk vegna óhugnanlegra ópa, gangandi og ríðandi drauga og annars óhugnaðs en menn, konur og börn höfðu gaman af. Göngunni lauk í Samkomuhúsinu þar sem draugaleg stemmning sveif yfir vötnum þar sem fjöldi manns hlýddi á draugasögur. Minjasafnið mun á næsta ári breyta göngunni og biður áhugasama að fylgjast með. Spurningin er hvort það verður hægt að heilsa uppá voflegar verur og þjóðþekkta brottgengna Akureyringa í Innbænum að ári?
Lesa meira
28.08.2008
Hrollvekjandi óp, annarlegar verur og draugasögur munu einkenna Innbæinn, elsta hluta Akureyrarbæjar, eftir setningu Akureyrarvöku föstudagskvöldið 29. ágúst. Minjasafnið á Akureyri í samvinnu við Leikfélag Akureyrar stendur þá fyrir draugagöngu. Gangan hefst kl 22:00 í Minjasafnsgarðinum þar sem drungalegt verður um að litast. Í lokin safnast göngufólk saman í Samkomuhúsinu þar sem sagðar verða sögur um afturgöngur í einkar draugalegu umhverfi. Sætaferðir verða frá Lystigarðinum kl 21:30 (austur inngangi) að Minjasafninu – fólk þarf þó að koma sér sjálft heim. Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira
15.08.2008
Ferðalag um sögu íslenskrar tónlistar í tali og tónum í viðeigandi umhverfi Minjasafnskirkjunnar við Aðalstræti 56.Flytjendur Hjörleifur Hjartarson og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir. Staður: Minjasafnskirkjan við Aðalstræti 56 (í Minjasafnsgarðinum sunnan við Nonnastyttuna)Stund: Kl. 20:30-21:30 Aðgangseyrir 1500 kr.
Lesa meira
31.07.2008
Á minjasafninu á Akureyri eru þrjár sýningar hverju sinni. Sumarsýningin Hvað er í matinn? fjallar um íslenska matarhefð og eldhús á 20. öld. Á efri hæð sýningarsalarins er sýningin Eyjafjörður frá öndverðu, sem fjallar um sögu fjarðarins frá landnámi með mörgum einstökum munum úr Eyjafirði sem margir hverjir eru í eigu Þjóðminjasafnsins. Á neðri hæð sýningarsalarins er fjallað um sögu Akureyrar í sýningunni Akureyri - bærinn við Pollinn. Þar er hægt að ganga um götur bæjarins kíkja til kaupmannsins, líta inn í betri stofuna og margt fleira. Margt að snerta og skoða fyrir krakka á öllum aldri! Opið alla daga frá 10-17.
Lesa meira
02.08.2008
Á laugardaginn verður gengið um elsta hluta Akureyrar, Innbæinn og Fjöruna. Gengið verður frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, og tekur gangan um eina og hálfa klukkustund. Laxdalshús er elsta hús á Akureyri, byggt 1795 og er eina húsið sem eftir stendur af gamla verslunarstaðnum niður af Lækjargilinu, öðru nafni Búðargili. Í Innbænum var þungamiðja Akureyrar allt fram um aldamótin 1900. Þar þreifst verslun og greiðasala, handiðnaður og menning sem enn má sjá merki um í mannvirkjum og húsbyggingum. Í Innbænum er timburhúsabyggð með ýmsum dæmum um mismunandi byggingarstíla. Húsin og umhverfið geymir margar sögur, sem Hörður Geirsson miðlar í sögugöngunni. Gangan er létt og hentar öllum. Lagt verður af stað kl. 14.
Lesa meira
04.08.2008
Markaðsstemning í sögulegu umhverfi Gamla bæjarins í Laufási. Fjölbreyttar vörur frá rúnum, þæfðri ull, matvöru, fatnaði, siflurmunum og fjölmörgu öðru.Veitingar til sölu í Gamla prestshúsinu. Markaðurinn stendur frá kl. 14-16 mánudaginn 4. ágúst.Gamli bærinn í Laufási er opinn 9-18 alla daga til 15. september.
Lesa meira
23.07.2008
Um 1500 gestir sóttu Gásverja heim um síðustu helgi þegar miðaldastemning sveif yfir vötnum á Gáseyrinni rétt neðan við rústir hins forna verslunarstaðar á Gásum. Knattleikur, sem ekki hefur verið leikinn í 800 ár, vakti óskipta athygli gesta sem vildu ólmir spila með. Illa fór þó fyrir öðrum munknum, sem var í verslunarferð, því hann gaf sig allan í leikinn og þurfti á endanum að haltra heim og sást ekki meir.
Lesa meira