Jónsmessuleiikar í KJarnaskógi í dag, 23.júní kl 18

Lesa meira

Þjóðhátíðarkaffi í Laufási

Lesa meira

Á söguslóð hins ástsæla barnabókarithöfundar Nonna

Tilvalið verður fyrir alla fjölskylduna að gera sér glaðan dag  á laugardaginn, 12. júní, kl 14 verður boðið uppá að ganga um slóðir Jóns Sveinssonar, NONNA, í fylgd kunnugra. Þetta er létt og þægileg ganga þar sem farið verður stuttlega yfir lífhlaup Nonna, lesið uppúr bókum hans og staðir skoðaðir sem tengjast lífi hans og sögum.  Haraldur Þór Egilsson, sagnfræðingur og safnstjóri Minjasafnins á Akureyri leiðir gönguna sem tekur rúmlega klukkustund. Lagt verður af stað frá Nonnahúsi kl. 14. Gangan er þátttakendum að kostnaðarlausu.  
Lesa meira

Sumaropnun hafin á Minjasafninu

Í sumar er opið hjá okkur alla daga frá kl 10-17. Sýningar safnsins eru: Akureyri - bærinn við Pollinn, Eyjafjörður frá öndverðu ásamt sumarsýningunni FJÁRSJÓÐUR - tuttugu eyfirskir ljósmyndarar 1858-1965. Auk fjölskylduvænna sýninga erum við með forvitnilega safnbúð þar sem finna má íslenskt handverk og íslenska hönnun.
Lesa meira

Minjasafnið er opið um helgina

Opið verður á Minjasafninu bæði laugardag og sunnudag kl 14-16.Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira

Sumaropnun í Gamla bænum Laufási

Gamli bærinn í Laufási opnar dyrnar upp á gátt sunnudaginn 30. maí kl 9. Leiðsögn verður um bæinn kl 14 þar sem meðal annars verður fjallað um viðgerðir þær sem þar hafa staðið yfir. Baðstofan sem var hjartað í hverjum sveitabæ er nú tilbúin og því ánægjulegt fyrir gesti að geta gengið þar um á ný. Kaffihlaðborð verður frá kl 14 til 17 í gamla Presthúsinu.  Gamli bærinn í Laufási er opinn í sumar daglega frá kl 9-18 til 12. september.  
Lesa meira

Opnum sýninguna FJÁRSJÓÐUR laugardaginn 22. maí kl 14

Veist þú hvað multifoto er? Hvað þá með handlitaða ljómynd, visitkort eða votplata?Svörin finnur þú á sýningunni „FJÁRSJÓÐUR – tuttugu ljósmyndarar frá Eyjafirði 1858-1965“ sem Minjasafnið á Akureyri opnar laugardaginn 22. maí kl. 14. Sýningin er afrakstur rannsókna Harðar Geirssonar, safnvarðar Minjasafnsins, á ljósmyndaarfi Íslendinga. Uppgötvunum hans á ferðalaginu um leyndardóma ljósmyndanna má líkja við litla eðalsteina sem saman mynda FJÁRSJÓÐ.
Lesa meira

Safnið er lokað til 22. maí - en þá opnar sumarsýningin

Við biðjum gesti okkar að athuga það að safnið er lokað núna fram til 22. maí vegna undirbúnings og vinnu við sumarsýningu okkar. Sýningin "FJÁRSJÓÐUR - Tuttugu eyfirskir ljósmyndarar ´1858-1956 opnar þann 22. maí kl 14. Hlökkum til að sjá ykkur þá.
Lesa meira

Safnið vel sótt á safnadaginn

Við viljum þakka þeim fjöldamörgu gestum sem lögðu leið sína á safnið í dag. Hér var margt um manninn og gaman að heyra hversu gestir okkar voru duglegir að nýta sér það að geta heimsótt þau fjöldamörgu söfn, sýningar og nýuppgerðu hús sem opin voru á EYFIRSKA SAFNADAGINN. Hlökkum til að sjá ykkur aftur.
Lesa meira

EYFIRSKI SAFNADAGURINN í Gamla bænum Laufási

Gamli bærinn mun á morgun iða af lífi þar sem áhugafólk um menningu og handverk sem tíðkaðist í kringum aldamótin 1900 mun vera við störf og leiki á safnadeginum. Örsýning verður á fötum sem húsinu hæfa en það eru föt frá 1900-1930 og sr. Bolli Pétur Bollason leiðir áhugasama gesti um Gamla bæinn kl 15:30. Hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira