17.12.2010
Safninu barst þessi frábæra jólagjöf frá Ástu Þengilsdóttur. Á jólum 1936 fengu systurnar Ásta, 6 ára og Guðrún Þengilsdætur þetta strengjahljóðfæri í gjöf frá sambýlisfólki sínu á Sigurhæðum, Aðalbjörgu Jónsdóttur,Páli Bjarnasyni og börnum þeirra Aðalgeir og Guðnýju. Páll var símvirki og þúsundhjalasmiður og smíðaði hörpuna sem var þeim systrum mikill gleðigjafi.Harpan er nú í örsýningu safnsins Hvað var í pakkanum.
Lesa meira
14.12.2010
Fjölskyldumorguninn í Hofi síðastliðinn sunnudag var vel sóttur. Um 80 börn hlustuðu á frásögn starfsmanna Minjasafnsins af hrekkjóttum og þjófóttum jólasveinum sem mömmur, pabbar, ömmur og afar þekktu þegar þau voru ung. Takk fyrir komuna í Hof.
Lesa meira
10.12.2010
Safnið er opið alla daga til 23. desember. Kíkið endilega inn á forvitnilegar og fjölskylduvænar sýningar safnsins. Við minnum sérstaklega á örsýninguna "Hvað var í pakkanum!-" sem og safnbúðina þar sem margt spennandi má finna í jólagjöfina til ástvina innanlands sem utan!
Lesa meira
10.12.2010
Við viljum vekja athygli gesta okkar á fjölskyldumorgun í Hofi á sunnudaginn, 12. des kl 11:00. þá ætla þau Sirrý, safnkennari og þór að segja börnunum frá kenjum íslensku jólasveinanna sem oft voru meira en lítið þjófóttir! Verið hjartanlega velkomin.
Lesa meira
30.11.2010
Jólastemning mun ríkja sunnudaginn 5. desember kl 13:30 -16.00 í Gamla bænum Laufási. Þá verður hægt að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu. Jólastund verður í Laufáskirkju kl 13:30 þar sem yngri barnakór Akureyrarkirkju kemur í heimsókn og syngur jólalög. Í Gamla bænum verður laufabrauðs-, kerta- og jólaskrautsgerð auk þess sem hægt verður að æfa sig í púkki.Jólalegur kvæðasöngur Gefjunnar ómar um alla sveit. Í Gamla prestshúsinu verður handverk úr héraði til sölu ásamt ilmandi smákökum, kakói og kaffi undir jólalegum harmonikkuleik Evu Margrétar Árnadóttur. .
Lesa meira
24.11.2010
Opið alla daga frá 13-16 fram til jóla.Komdu og skoðaðu sýningar og líttu við í búðinni.Taktu jólamyndina í gamla ljósmyndastúdíóinu.Kíktu á örsýninguna Hvað var í pakkanum.
Lesa meira
11.11.2010
Á degi íslenskrar tungu, þriðjudaginn 16. nóvember, bjóða Nonnahús og Minjasafnið á Akureyri í opið hús í Ketilhúsi fyrir stóra og smáa í tilefni af afmæli barnabókarithöfundarins og jesúítaprestsins Jóns Sveinssonar - Nonna. Frá kl 9:00-15:30 eru börnin sérstaklega boðin velkomin í Ketilhús og seinni part dags kl 16:30-18:00 verður afmælisdagskrá Nonna til heiðurs. þar munu þau Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í bókmenntum, og Jón Hjaltason, sagnfræðingur, fjalla um ævintýri Nonna, uppvöxt hans og umhverfi. Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira