EYFIRSKI SAFNADAGURINN á laugardaginn 1. maí

Minjasafnið verður opið frá kl 11-17 eins og flest söfnin við Eyjafjörð. Það verður margt fróðlegt og skemmtilegt á boðstólnum fyrir gesti safnsins þennnan dag. Leiðsögn um Kirkjuhvol - einbýlishúsið sem varð að safni kl 11:30, 12:30 og 13:30. Hús úr húsi: gönguferð kl 15:30 með leiðsögn á milli Minjasafnins, Friðbjarnarhúss og Gudmands Minde (Gamla spítalans) ásamt innliti. Sérfræðingarnir Magnús Skúlason og Hanna Rósa Sveinsdóttir verða til  skrafs og ráðagerða um húsvernd og húsakönnun frá kl 13-15.  Hér má sjá dagskrá safnadagins í heild.
Lesa meira

Lokað á morgun, laugardaginn 24. apríl, vegna breytinga!

Safnið er lokað á morgun, laugardaginn 24. apríl, vegna breytinga. Við verðum með fróðlega og forvitnilega dagskrá hjá okkur á EYFIRSKA SAFNADAGINN þann 1. maí. Hlökkum til að sjá ykkur þá!
Lesa meira

BARNASKEMMTUN á sumardaginn fyrsta 22. apríl kl 14-16

Það verður mikið um að vera á safninu eins og endra nær á sumardaginn fyrsta. Frambjóðendur í kjöri til sveitastjórnakosninganna reyna með sér í pokahlaupi, Anna Richards verður með gjörninginn: FURÐUFUGL, börnin geta  föndrað stað-, far- eða furðufugla úr pappír, gamaldagsbú verður við Nonnahús og ýmsir útileikir verða við safnið. Lúðraþytur heyrist um allt og lummuangan og kakóilmur fylla bæði vit og maga. Hlökkum til að sjá ykkur!Hér má sjá dagskrá dagsins
Lesa meira

Lokað vegna breytinga

Minjasafnið verður lokað laugardagana 10. og 17. apríl næstkomandi þar sem verið er að taka niður sýninguna "Allir krakkar, allir krakkar - líf og leikir barna". Á döfinni er Barnaskemmtunin á sumardaginn fyrsta en þá er mikið húllum hæ hjá okkur fyrir alla fjöldkylduna. Hlökkum til að sjá ykkur þá!
Lesa meira

Páskaopnun

Síðustu sýningadagar á fjölskyldusýningunni Allir krakkar, allir krakkar - líf og leikir barna og örsýningunni sem tvinnast þar saman við Allir hlæja á öskudaginn. Aðrar sýningar safnsins eru: Akureyri - bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu.Komdu í heimsókn og upplifðu skemmtilega sýningar með stórfjölskyldunni! Það er opið hjá okkur á skírdag, föstudaginn langa, laugardaginn fyrir páska, páskadag og annan í páskum frá kl 14-17.
Lesa meira

Óskað eftir ábendingum fyrir safnaverðlaunin 2010

 Í ár verða safnaverðlaunin veitt í áttunda skiptið. Íslensku safnaverðlaunin eru veitt af Íslandsdeild alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félagi íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS). Félag íslenskra safna og safnmanna og Íslandsdeild ICOM óska nú eftir ábendingum frá almenningi, stofnunum og félagasamtökum um söfn sem þykja skara fram úr í uppsetningu, fræðslu, þjónustu, útgáfu og starfi.  Ábendingum skal skilað fyrir 19. apríl næstkomandi til Safnaráðs, Þjóðminjasafninu við Suðurgötu, 101 Reykjavík eða á netfangið safnarad@safnarad.is merkt Safnaverðlaun.
Lesa meira

Föstuganga í Laufás

Á föstudaginn langa 2. apríl verður föstuganga í Laufás. Ákveðið hefur verið að leggja af stað frá Svalbarðskirkju kl.10.00, kapellunni á Végeirsstöðum kl. 11.00, og gengin Dalsmynnisleið. Frá  Grenivíkurkirkju verður farið kl. 12.00. Koma má inn í hópana hvar sem er á þessum leiðum. Áætlaður komutími í Laufás er um kl. 14.00. Matarmikil fiskisúpa með brauði verður í boði í Laufási á 1200kr. Lestur Passíusálma og ljúfir tónar hefjast svo í Laufáskirkju kl. 15.00 en þeirri stund lýkur kl 16:00.
Lesa meira

Ástar-, trega og gleðisöngvar í Laufási 31. mars

Miðvikudagskvöldið 31. mars kl. 20: 30 flytja söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir og trúbadorinn Kristján Eldjárn  ástar-, trega- og gleðisöngva í þjónustuhúsinu í Laufási. Aðgangseyrir kr. 1.500. Lummukaffi verður til sölu í veitingasalnum. Allir velkomnir
Lesa meira

Draugasögur og draugalegar rímur í Laufási

Takmarkað ljós, löng draugaleg göng og ýmis skúmaskot Gamla bæjarins í Laufási mynda tilheyrandi umgjörð fyrir þjóðlegar draugasögur og draugalegar rímur fimmtudagskvöldið 11.mars kl 20:00. Þór segir sögur og þær Rósa og Kristin kveða draugalegar rímur við undleik vindlurkstóna Georgs sem líða munu hvern krók og kima í sveitinni þetta kvöld.  Vegna takmarkaðs pláss þarf að tilkynna um þátttöku í síma 463-3196 eða 895-3172. Aðgangseyrir kr 600.Lummukaffi verður til sölu inni í Gamla prestshúsinu á eftir dagskrá í Gamla bænum. 
Lesa meira

Sjáðu skemmtilega öskudagsbúninga

Því ekki að skella sér á safnið á laugardaginn 6. mars milli kl 14 og 16 til að skoða úrval öskudagsbúninga eins og þeir voru fyrir allt að 50 árum? Við tökum vel á móti ykkur - verið velkomin á safnið. 
Lesa meira