Opið á laugardaginn - minnum á ljósmyndasýningu Vigfúsar Sigurgeirssonar.

Það er opið á laugardaginn kl 14-16 - tilvalið að kíkja á sýningar safnins um helgina. Minnum sérstaklega á ljósmyndasýninguna Þjóðin, landið og lýðveldið - Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Hlökkum til að sjá þig!
Lesa meira

Páskaopnun á Minjasafninu

Opið verður á safninu í páskafríinu 21. - 25. apríl kl 14-17. Sérstök athygli er vakin á því að sökum þess að skírdag og sumardaginn fyrsta ber upp á sama dag, hefur fjölskylduhátíð STOÐvina Minjasafnins á sumardaginn fyrsta verið færð á Eyfirska safnadaginn 7. maí. Þá verður boðið upp á barnaleiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Laugardaginn 23. apríl kl 14 leiðir Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar, gesti um sýninguna Þjóðin, landið og lýðveldið. Síðasti sýningardagur ljósmyndasýningarinnar er annar í páskum.  
Lesa meira

Nonnavinafundur í Zontahúsinu í kvöld!

Á dánardægri Sigríðar, móður Nonna, verður NonnaVINAfundur í Zontahúsinu kl 20.00 í kvöld, fimmtudaginn 31. mars. Heiðursgestur fundarins verður Gunnar F. Guðmundsson, sagnfræðingur, sem er að skrifa ævisögu Nonna. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta. Allir eru hjartanlega velkomnir. 
Lesa meira

5. bekkur Hrafnagilsskóla í heimókn í morgun

Góður hópur úr Hrafnagilsskóla kom í morgun í safnkennslu. Landnámið, víkingar og miðaldir voru í fyrirrúmi í þetta skiptið og sýningin Eyjafjörður frá öndverðu því skoðuð. Krakkarnir kíktu á sýninguna Akureyri - bærinn við Pollinn og á ljósmyndasýninguna Þjóðin, landið og lýðveldið. Takk fyrir komuna krakkar!
Lesa meira

Opnun ljósmyndasýningarinnar vel sótt

það var margt um manninn á laugardaginn á opnun ljósmyndasýningarinnar þJÓÐIN, LANDIÐ OG LÝÐVELDIÐ - Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Hátt í 100 manns sótti safnið heim að þessu tilefni. Sýningin stendur fram yfir páska eða til 26. apríl og er opin á laugardögum kl 14-16. Aukinn opnunartími verður yfir páskana á safninu - hann verður auglýstur síðar.
Lesa meira

Þjóðin, landið og lýðveldið - ný sýning opnar á laugardaginn!

Minjasafnið opnar á laugardaginn 26. mars kl 14 ljósmyndasýninguna Þjóðin, landið og lýðveldið - Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður  Sýningin var sett upp í Þjóðminjasafni Íslands 2008. Hún samanstendur af ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar ljósmyndara frá árunum 1928-1958. Á henni má meðal annars sjá landlagsmyndir, myndir unnar fyrir heimssýninguna í New York 1939, myndir af fólkinu í landinu við leik og störf auk mynda frá ferðum Vigfúsar innanlands með tveimur fyrstu forsetum lýðveldisins.Gefin var út bók í tengslum við sýninguna í Reykjavík.  Í henni er birt nýtt úrval ljósmynda eftir Vigfús, en slíkt úrval hefur ekki verið gefið út áður, auk þess sem hún inniheldur fræðigreinar. Bókin er til sölu í safnbúð Minjasafnins á AkureyriSýningin stendur fram yfir páska eða til 26. apríl.
Lesa meira

Lokað á morgun, laugardag, vegna breytinga

Verið er að skipta um sýningar í skammtímarými safnsins það verður því lokað laugardaginn 19. mars. Næsta laugardag, 26. mars opnum við  ljósmyndasýninuna Landið, þjóðin og lýðveldið sem samanstendur af myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar. Sýningin er fengin að láni frá Þjóðminjasafni Íslands. Verið hjartanlega velkomin þá. 
Lesa meira

Fermingargjöfin fæst í safnbúðinni!

Nú í tíð ferminga er ekki úr vegi að minna á safnbúðina. Hér má finna fjölbreyttar, forvitnilegar og þjóðlegar vörur í bland við íslenska hönnun sem tilvaldar eru í pakka til fermingarbarnsins. Safnbúðin er opin alla virka daga (á skrifstofutíma 8-16).
Lesa meira

Sýningaropnun frestað til 26. mars

Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur opnun á ljósmyndasýningunni þjóðin, landið og lýðveldið verið frestað. Sýningin sem samanstendur af myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900-1984) verður opnuð laugardaginn 26. mars næstkomandi. Vifús var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð. Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík.
Lesa meira

Safnið lokað laugardaginn 12. mars vegna breytinga

Unnið er að  því að skipta um sýningar í skammtímarými safnsins. Verið er að taka niður sýninguna FJÁRSJÓÐUR - tuttugu eyfirskir ljósmyndarar 1858-1965 og setja upp nýja ljósmyndasýningu  frá Þjóðminjasafni Íslands Þjóðin,landið og lyðveldið. Hún samanstendur af myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar. Hún verður opnuð verður laugardaginn 19. mars. Hlökkum til að sjá ykkur þá.
Lesa meira