23.12.2011
Smelltu á myndina til að skoða jóladagatal Brauðbrunnsins.
Lesa meira
03.12.2011
Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að skoða tröll! Það er hins vegar hægt á sýningunni Dátt mun dansinn duna - Þrettándagleði Þórs í 96 ár. Á sýningunni gefur að líta ljósmyndir og tröll sem stigið hafa dansinn undanfarna áratugi. Fyrir þá sem treysta sér ekki til að skoða tröllin er tilvalið að taka sér tíma frá amstri jólaundirbúningsins og skoða sýningarnar Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri bærinn við Pollinn.Ef verslunarþörfin verður yfirþyrmandi er hægt að bregða sér í safnbúðina og versla jólagjafirnar.Hér eru nokkrar myndir úr sýningunni.
Lesa meira
30.11.2011
Það er hangikjötsilmur í loftinu, einhverjir skringilegir karlar eru á ferli í bæjargöngunum og fólk við jólaundirbúning um allan bæinn. Hvað er á seiði? Jólaandi liðins tíma verður á sveimi í Gamla bænum í Laufási sunnudaginn 4. desember kl. 13:30-16.
Lesa meira
19.11.2011
Laugardaginn 19. nóvember fagnar handverksfélagið Handraðinn 10 ára afmæli sínu á Minjasafninu á Akureyri með sýningu og kynningu á starfi félagsmanna allt frá miðalda fatnaði, skóm og áhöldum til 19. aldar búninga og smíðisgripa.Það verður því líf og fjör á Minjasafninu á Akureyri milli 14-16 laugardaginn 19. nóvember og enginn ætti að láta hið margrómaða starf félaga Handraðans framhjá sér fara og kynna sér handverk og verkkunnáttu fyrri kynslóða. - Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
15.11.2011
Nonnahús og Háskólinn á Akureyri standa að veglegri dagskrá um Jón Sveinsson, Nonna á degi íslenskrar tungu 16. nóvember frá 16-16:45 í fundarsal M102.Hermann Sausen, sendiherra Þýskalands flytur opnunarávarp.Brynhildur Pétursdóttir, fv. safnvörður Nonnahúss : Nonni um víða veröld – Ný bók um ævi Jóns Sveinssonar og sýningar í Þýskalandi og Japan.Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, Stórborgarævintýri æskumanns.
Lesa meira
28.10.2011
Vegna breytinga á sýningum safnsins er lokað á laugardaginn.Opnum aftur laugardaginn 19. nóvember þar sem handverkshópurinn Handraðinn fagnar 10 ára afmæli sínu með sýningu á starfi félagsins. 26. nóvember opnar næsta sýning safnsins verður um Þrettándagleði Þórs sem er einn af mikilvægu dögum í hátíðarhaldi Akureyrar. Sýndar verða ljósmyndir, gripir og búningar sem tengjast þessum skemmtilega degi sem hefur verið haldinn síðan 1915.
Lesa meira
19.10.2011
Líturðu út eins og álfur, kanntu sögu af álfum eða huldufólki? Hefurðu gaman af leikjum eða borðar þú nammi? Hvernig skildi vera að fara í falinn hlut á safni? Tónlistarfólkið Hjalti og Lára Sóley framkalla álfa tóna í upphafi skemmtunarinnar kl. 14:20. Listakonan Ingibjörg H. Ágústdóttir verður með leiðsögn um sýninguna Álfar og huldufólk, en á laugardaginn er síðasti sýningardagur. Líttu við á laugardaginn milli 14 og 16.
Lesa meira
03.10.2011
Á föstudag og laugardag verða dömur sérstaklega velkomnar á Minjasafnið á Akureyri.Opið verður 13-16 báða dagana og um að gera að taka með sér vinkonur og vini því nú er tveir fyrir einn tilboð á safnið.Leiðsögn um sýninguna Álfar og huldufólk kl. 14 báða dagana.
Lesa meira