104. Beðið við Bögglageymsluna í Kaupvangsgili, um 1964. Mjólkurbílinn A- ? er handað við hornið. Ef til till hefur bílstjórinn brugðið sér inn í bögglageymsluna til að taka kassa með matvörum út í nærliggjandi sveitir. Algengt var að viðskiptavinir KEA hringdu inn í matvörudeild KEA og pöntuðu vörur sem þeir fengu svo heimsendar með mjólkurbílnum eða jafnvel Dalvíkurrútunni. Hvíta stjóra húsið er gistiheimið Caroline Rest sem amerikaninn George Schrader byggði 1913-1914. Á þessu sérstæða gistiheimili stóð líka hestum til boða gisting en í hesthúshlutanum var hægt að hýsa 130 hesta við stall. Húsið var rifið 1979. Ljósmynd Erlingur Davíðsson.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa