20. Eitt glæsilegasta hótel sem staðið hefur á Akureyri var Hótel Oddeyri í Strandgötu 33. Það var byggt árið 1884 en árið 1905 var húsið stækkað mikið til norðurs eftir Grundargötu og settar á það turnbyggingar. Útsýnið úr turnherbergjunum yfir Pollinn þótti einstaklega fallegt. Hótelið þótti nýstárlegt, þar var heitt bað og rafmagnsþræðir um allt hús og þjónabjöllur. Myndin er tekin um 1906 en haustið 1908 brann húsið til ösku. Ljósmynd Hallgrímur Einarsson.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa