24. Eiðsvöllur á Oddeyri. Eiðsvöllurinn var upphaflega settur inn á Aðalskipulag Akureyrar árið 1927 og átti að vera myndarlegur bæjarvöllur og miðpunktur fyrir íbúa á hinni flötu Oddeyri. Nafnið fékk hann líklega 1928 en lítið varð úr framkvæmdum við völlinn og hann var áfram tún að stærstum hluta. Í seinni heimstyrjöldinni var herbraggakampur inn Valhalla á Eiðsvelli og á myndinni má sjá einn þeirra lengst til vinstri á myndinni. Það var ekki fyrr en vorið 1950 sem gerð vallarins hófst, sáð var grasfræi, lagðir gangstígar og plantað blómum. Árið 1953 stóð Fegrunarfélag Akureyrar fyrir því að reisa hvítu fánastöngina í tilefni af afmæli bæjarins árið áður en þá var ritað í bæjarblöðin að Eiðsvöllur væri einn af fegurstu reitum í bænum. Dökka húsið á vellinum er Norðurgata 27 sem var byggt 1905 en var að lokum rifið. Ljósmynd Gísli Ólafsson.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa