Íbúðarhús Hendriks Schiöths, Aðalstræti 6. Á palli framavið húsið standa Hendrik Schiöth og Oddur C. Thorarensen, en á hestbaki eru Alma Thorarensen, fædd Schiöth, og Olga systir hennar. Ofar er „smiðjan“ Ráðhússtígur 2, þar fyrir ofan Ráðhúsið, sem byggt var árið 1874. Í þessu húsi, sem jafnframt var tukthús, voru bæjarstjórnarfundir haldnir. Amtsbókasafnið var einnig í Ráðhúsinu til 1906.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa