Síldarsöltun á Tuliniusarbryggju um 1910. Handan götunnar er kolahús Höepfners og verslunar- og íbúðarhús Ottós Tuliniusar, fallegt og reisulegt hús, byggt árið 1903 og stendur enn með sóma. Hvíta húsið til hægri er vöruskemma Chr. Johnassons kaupmanns. Yfir dyrum er skilti sem á stendur „MUSTADS MARGARIN“. Í þessu húsi voru haldnar leiksýningar í kringum 1890. Í hvíta hornhúsinu var lyfjabúð áður en apótekið var reist uppi í brekkunni. Þessi og fleiri nærliggjandi hús brunnu í desember 1912.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa