Miðbær Akureyrar 1910. Verslunin Hamborg, Hafnarstræti 94, nýreist. Til vinstri eru fyrstu húsin, sem byggð voru á Torfunefi árið 1894, íbúðarhús Bjarna Einarssonar skipa- og bryggjusmiðs og Dúa Benediktssonar lögregluþjóns (viðbyggingin er frá 1900). Á bakvið þau eru hús Jakobs Karlssonar Hafnarstræti 93, oftast kallað Jerúsalem, byggt árið 1907 en brann 1945. Þar var fyrsta afgreiðsla Eimskipafélags Íslands.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa