Hesthúsið Caroline Rest í Grófargili. Georg H.F. Schrader byggði það 1913-1914 ásamt sambyggðu gistihúsi og gaf því þetta nafn í minningu móður sinnar. Rúmaði það fullbyggt 130 hesta og var þar auk þess gistiaðstaða fyrir 30 manns. Schrader var fæddur í Þýskalandi en fluttist ungur til Bandaríkjanna og varð auðugur maður. Hann varð snemma velgerðarmaður manna og málleysingja. Eftir þriggja ára dvöl á Íslandi hvarf Schrader af landi brott. En áður en hann fór afhenti hann Akureyarbæ Caroline Rest til eignar og umráða. Húsið var rifið 1979.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa