Hesthúsið Caroline Rest í Grófargili. Georg H.F. Schrader byggði það 1913-1914 ásamt sambyggðu gistihúsi og gaf því þetta nafn í minningu móður sinnar. Rúmaði það fullbyggt 130 hesta og var þar auk þess gistiaðstaða fyrir 30 manns. Schrader var fæddur í Þýskalandi en fluttist ungur til Bandaríkjanna og varð auðugur maður. Hann varð snemma velgerðarmaður manna og málleysingja. Eftir þriggja ára dvöl á Íslandi hvarf Schrader af landi brott. En áður en hann fór afhenti hann Akureyarbæ Caroline Rest til eignar og umráða. Húsið var rifið 1979.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús er opið alla daga kl. 13-16
Iðnaðarsafnið opið alla daga kl. 13-16
Gamli bærinn í Laufási lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30