Miðbær Akureyrar árið 1931. Fremst sést hvar útgröftur er hafinn á grunni Hótel KEA. Til vinstri er nýbyggt verslunar- og skrifstofuhús KEA. Fyrir miðju eru verslanirnar París, reist árið 1913 og Hamborg, reist árið 1909. Þessar verslanir áttu bræðurnir Sigvaldi og Jóhannes Þorsteinssynir, en þeir ráku áður verslunina Berlín í Aðalstræti 10.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa