Hótel Oddeyri, Strandgata 1, sem Anton Jónsson reisti árið 1904. Hótelið var þar um langt árabil, en síðar skiptist húsið á fleiri eigendur. Árið 1924 eignaðist Jón Sigurðsson, ljósmyndari, efri hæðina og rak þar ljósmyndastofu í mörg ár. Hann var nemandi Hallgríms Einarssonar í iðninni. Hjá honum unnu Vigfús Friðriksson og Vigfús Sigurgeirsson, en þeir voru einnig nemendur Hallgríms. Síðar eignaðist Óskar Sæmundsson kaupmaður neðri hæðina og rakverslunina Esju á jarðhæð. Húsið var rifið árið 1949. ̶ Á bakvið sér á Brekkugötu 2, hús Valdemars Thorarensen, sem byggt var árið 1904 og rifið 1962.
Sumar: 1. júní - 31. ágúst - Daglega kl. 10-17
Vetur: 1. september - 31. maí - Daglega kl. 13-16
Lokað/Closed 24-26, 31. desember og 1. janúar.