Minjasafnið á Akureyri
  • Hafa samband
  • ENGLISH
  • Minjasafnið
    • Starfsfólk
    • Opnunartími
    • Sýningar
    • Hafa samband
    • Bóka heimsókn
    • Viltu gefa
    • Myndir
    • Starfsemi
    • Kirkjuhvoll - sýningarsalir
    • Minjasafnskirkjan
    • Minjasafnsgarðurinn
    • Gjaldskrá
    • Gjaldskrá ljósmyndir
    • Stoðvinir
  • Laufás
  • Gásir
    • Miðaldadagar á Gásum
    • Gásagátan
  • Viðburðir
  • Fréttir
Forsíða / Minjasafnið / Myndir / Hallgrímur Einarsson. Ljósmyndir frá Akureyri 1895-1930

Hallgrímur Einarsson. Ljósmyndir frá Akureyri 1895-1930

  • 93 stk.
  • 20.04.2020
Hallgrímur Einarsson fæddist á Akureyri 20. febrúar 1878 og lést þar 26. september 1947. Hallgrímur var rak ljósmyndastofu á Akureyri frá 1903-1947 en tvö sumur þar á undan hafði hann ljósmyndað í myndastofu Önnu Schiöth. Hallgrímur var lærður ljósmyndari og nam iðn sína í Kaupmannahöfn 1894-1895. Eftir að hann kom úr námi rak hann ljósmyndastofu á Vestdalseyri þar til hann flutti starfsemi sína til Akureyrar. Hallgrímur var ekki bara öflugur ljósmyndari heldur einnig óspar á að miðla reynslu og þekkingu sinni til annarra. Þannig voru 19 nemar hjá honum á starfsæfinni þar af 7 sem hlutu meistararéttindi í iðninni. Enginn annar ljósmyndari hér á landi hafði jafnmarga nema. Ljósmyndir Hallgríms Einarssonar og stofunnar sem hann rak og síðar synir hans Kristján og Jónas eru varðveittar á Minjasafninu á Akureyri og eru upphafið af ljósmyndasafni þess. Í formála bókarinnar Akureyri 1895-1930 þar sem þessar myndir birtust segir Valgerður H. Bjarnadóttir: „Sérhverju bæjarfélagi er mikilvægt að eiga lifandi sögu. Hún eykur áhuga og virðingu íbúanna fyrir bænum. Akureyri á sér sögu, og gangirðu um gamla bæinn, Fjöruna, Innbæinn og Oddeyrina, blasa leifar hins gamla tíma alls staðar við. Húsin búa yfir leyndarmálum horfinna kynslóða. … Akureyri stendur í mikilli þakkarskuld við Hallgrím Einarsson, sem gerði tímabil í ævi bæjarins ógleymanlegt með töku fjölda frábærra ljósmynda.“ Heimildir: Inga Lára Baldvinsdóttir: Ljósmyndarar á Íslandi 1845-1945. Reykjavík 2001. Akureyri 1895-1930. Ljósmyndir - Hallgrímur Einarsson. Reykjavík 1982.
Hallgrímur Einarsson, ljósmyndari.
Bátasmíði á lóð Höepfners. Sláturhús Höepfners til vinstri, hús Guðmundar skósmiðs Vigfússonar ofar. Hvítklædd stúlka gengur upp Spítalaveginn framhjá stórum steini, sem börn trúðu að væri bústaður huldufólks.
Einar Th. Hallgrímsson (1846-1926) og sonur hans Hallgrímur Einarsson , ljósmyndari (1878-1948).
Fyrri 1 2 3 4 Næsta
  • Starfsfólk
  • Opnunartími
  • Sýningar
  • Hafa samband
  • Bóka heimsókn
  • Viltu gefa
  • Myndir
  • Starfsemi
  • Kirkjuhvoll - sýningarsalir
  • Minjasafnskirkjan
  • Minjasafnsgarðurinn
  • Gjaldskrá
  • Gjaldskrá ljósmyndir
  • Stoðvinir
  • Aðalstræti 58
  • 600 Akureyri
  • Sími 462 4162
  • minjasafnid@minjasafnid.is

Opnunartími

Sumar: 1. júní - 31. ágúst - Daglega kl. 10-17

Vetur:  1. september - 31. maí - Daglega kl. 13-16
Lokað/Closed 24-26, 31.  desember og 1. janúar.