Davíðshús – skáldið frá Fagraskógi. Leiðsögn um hús Davíðs Stefánssonar

Komdu í leiðangur um fagurt heimili skáldsins frá Fagraskógi.

Davíðshús var reist árið 1944 af einu ástsælasta skáldi Íslendinga, Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi, sem bjó þar til dánardags. Davíð var sannkallaður fagurkeri og safnari af guðs náð. Húsakynnin bera smekkvísi hans glöggt merki, full af bókum og handritum, listaverkum og persónulegum munum, eins og hann skildi við árið 1964, næstum eins og hans sé að vænta innan skamms.

Heimili Davíðs var gert að safni 1965. Akureyrarbær keypti bókasafn hans, erfingjar ánöfnuðu safninu persónulegum munum og innanstokksmunum hússins en efnt var til landssöfnunar til kaupa á Bjarkarstíg 6 sem var afhent bænum til umsjár. Bókasafn hans var eitt merkasta bókasafn landsins í einkaeigu með fágætum prentunum af ýmsum toga og handritum. Í húsinu er einnig að finna listaverk eftir Kjarval, Sölva Helgason, Ásgrím Jónsson, Kristínu Jónsdóttur og Mugg.

Í leiðsögninni kynnumst við skáldinu og því sjáanlega og leyndardómunum sem þar er að finna í hverjum kima hússins.

Athugið takmarkaður miðafjöldi.

 

 Í grænum hlíðum Akureyrar rétt ofan við Amtsbókasafn bæjarins er hús sem reist var  árið 1944 af einu ástsælasta skáldi Íslendinga, Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi, sem bjó þar til dánardags 1964. Davíð var sannkallaður fagurkeri og safnari af guðs náð. Húsakynnin bera smekkvísi hans glöggt merki, full af bókum, listaverkum og persónulegum munum, eins og hann skildi við árið 1964, næstum eins og hans sé að vænta innan skamms. Davíð Stefánsson (1895-1964) gaf út fyrstu ljóðabókina, Svartar fjaðrir, árið 1919. Hún flaug beint inn að hjarta þjóðarsálarinnar þar sem hin tilfinningaþrungnu, myndrænu en ekki síst persónulegu ljóð slógu í takt við tíðarandann. Ljóðin urðu almenningseign og við þau samin fjölmörg lög. Þær bækur sem fylgdu í kjölfarið, ræður og leikrit eins og Gullna hliðið urðu til þess að festa Davíð í sessi sem eitt af höfuðskáldum Íslands á 20. öld.  Eftir Davíð liggja 10 ljóðabækur, fjögur leikrit, skáldsaga og greinasafn. Davíð hlaut margvíslegar viðurkenningar erlendis, einkum á Norðurlöndunum.Davíðshús er nú varðveitt sem safn en þar er einnig fræðimannaíbúð.

Erfingjar Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi ánöfnuðu Akureyrarbæ bókasafni og innanstokksmunum hússins að Bjarkarstíg 6, en skáldið byggði og bjó í því húsi til dauðadags 1964.  Upphaflega stóð til að koma mununum fyrir á Amtsbókasafninu, en nokkrir vinir Davíðs efndu þá til landssöfnunar og var húsið keypt og afhent bænum til umsjár.  Þar var opnað safn á efri hæð hússins á afmæli skáldsins 1965, og er íbúð hans varðveitt eins og hann skildi við hana. Bókasafn hans var eitt merkasta bókasafn landsins í einkaeigu, en auk þess er þar að finna fágæt listaverk eftir vini skáldsins.

 

german_120  Kennen Sie David Stefansson?         

unionjack2_120  Do you know David Stefansson?

 

Myndaalbúm.