6. Kaupvangstorg eða Kaupfélagshornið um 1925. Húsið til vinstri er svokallað Dúahús en það var fyrsta íbúðarhúsið sem reis í miðbænum árið 1894. Það var rifið þegar stórhýsi KEA reis 1930. Grófargilslækurinn rann niður sunnan við húsið og á honum var brú. Við brúna stendur “Gullkistan” og á henni stóð “Gefið svo mun yður gefast” . Gullkistan var söfnunarbaukur og í hana áttu vegfarendur að gefa fáeina aura til styrkjar ekkjum og munaðarlausum börnum. Ljósmynd Jón & Vigfús.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30