8. Hver man ekki eftir glaðlynda ítalska ávaxtakaupmanninum Cosimo og verslun hans á Ráðhústorgi? Þar seldi hann gestum og gangandi úrval að grænmeti og ávöxtum frá 1982-1984 og aftur árið 1989. Cosimo kynnti fyrir Akureyringum ýmsa framandi ávexti. Eitt sinn kom bóndi til Cosimo og spekuleraði lengi í kiwi ávöxtunum og sagði svo “Heyrðu, frá hvaða landi koma þessar loðnu kartöflur eiginlega?”. Hér er Signý Stefánsdóttir að kanna úrvalið hjá Cosmio 7.júlí 1989. Ljósmyndari Kristján Logason.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa