53. Hafnarstræti 23, 28. ágúst 1882. Húsið byggði ein merkasta og umtalaðasta kona sinnar samtíðar á Akureyri, Vilhelmina Lever. Hún rak verslun í húsinu en síðar keypti Höepfner kaupmaður það og stofnaði þar fyrsta bakaríið í bænum árið 1867. Anna Schiöth tók myndina af húsinu og maður hennar, Hendrik Schiöth bakari stendur við húsið og börnin þeirra sitja fyrir framan. Myndin er tekin í lok ágúst og þetta ár var hafís í Eyjafirði allt sumarið sem olli hungursneyð hér. Húsið brann 1903. Ljósmynd Anna Schiöth.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa