Akureyri árið 1900. Gatnamót Aðalstrætis og Hafnarstrætis. Aðalstræti 16 í smíðum. Nær sjónum er Hafnarstræti 2, verslunarhús Magnúsar og Friðriks Kristjánssona, byggt árið 1892, og Grundarskáli Magnúsar Sigurðssonar á Grund. Í húsi þeirra bræðra hóf útibú Landsbanka Íslands starfsemi sína árið 1902 og var þar til ársins 1904. Húsaþyrpingin á gömlu Akureyri og bryggjurnar framundan. Lengst til vinstri er Apótekið. en það hús stendur enn. Í fjarska sjást húsin á Oddeyri.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa