Horft norður Hafnarstræti, í Bótinni, árið 1910. Frá vinstri Hafnarstræti 101 og 103, þá hús Magnúsar Einarssonar organista, nr. 105, byggt 1879, og Jóns Einarssonar rakara, nr. 105b, byggt 1897. Fjær er hús Júlíusar Sigurðssonar nr. 107, byggt 1897. Þar var Landsbanki Íslands til húsa 1904-1931. Útvegsbanki Íslands var síðar á þessum stað. Til hægri er húsið nr. 102, sem Þorvaldur Sigurðsson kaupmaður átti um tíma. Síðar rak Eiríkur Kristjánssona, kaupmaður, verslun þar. Húsið brann árið 1942. Þar er nú hús sem áður hýsti Póst og síma.
Minjasafnið á Akureyri & Nonnahús: Sumar: 1. júní - 30. september - Daglega kl. 11-17 / Vetur: 1. október - 31. maí - Daglega kl. 13-16
Leikfangahúsið: Sumar: 1. júní - 1. september - Daglega kl. 11-17
Laufás: Sumar: 1. júní - 30. ágúst - Daglega kl. 11-17 / Vetur: 1. september - 1. október - Daglega kl. 13-17
Lokað/Closed 24-26, 31. desember, 1 . janúar og páskadag.
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30.