Akureyri 1915. Myndin er tekið úr Strandgötu og eru bryggjur Havsteens og Snorra Jónssonar hið næsta. Fögur fjallasýn til suðvesturs og ber Súlur við himin. Í brekkunni norðan Samkomuhússins er húsið Sjónarhæð, Hafnarstræti 63, byggt 1901. Það var íbúðarhús og samkomusalur Arthurs Gook trúboða. Í húsinu var útvarpsstöð á árunum 1926-1929, ein hin fyrst hér á landi. Gook gerði einnig tilraunir með að ná sjónvarpsútsendingum með góðum árangri. Uppi á Brekkunni sést hið glæsilega hús Gagnfræðaskólans, nú Menntaskólinn á Akureyri, en til vinstri við það er Eyrarlandsbærinn og „Stofan“. Húsið með hvíta stafninum er Eyrarlandsvegur 26, hús Sigurðar E. Hlíðar dýralæknis og ritstjóra, nú hús kaþólska safnarðarins. Neðst við Eyrarlandsveginn er hús nr. 8, kallað Æsustaðir, byggt árið 1906, og hús nr. 4, kallað Stóruvellir, byggt árið 1902. Neðar til vinstri er hús séra Matthúasar, Sigurhæðir, byggt árið 1903. Norðan við Grófargilið eru húsið Garður (ofar) og tvö hús á svokölluðu Skessunefi, nú við Gilsbakkaveg.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 11-17
Laufás opið daglega 11-17 til 15. september
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-17
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirframbókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirframbókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirframbókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30