55. Húsaröðin við Hafnarstræti 19-41 í sveigðri línu meðfram fjörunni og stórhýsin á Barðsnefi. Húsin eru mikið skreytt í tilefni af komu Friðriks VIII. konungs árið 1907. Um tíma virtist sem á Barðsnefi yrði ný þungamiðja bæjarins. Þar risu stærstu húsin, Barnaskólinn árið 1900 og Samkomuhúsið árið 1906. Norðan við Samkomuhúsið í brekkunni stóðu svo Bogahúsið (reist 1898 og 1902) og Hafnarstræti 66 (1897). Bogahúsið var rifið árið 1980 en Hafnarstræti 66 brann árið 1952. Á Torfunefsbryggu má sjá glytta í hliðið sem reist var vegna landgöngu konungs. Ljósmynd Hallgímur Einarsson.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa