Lesa meira

Lesa meira

Allir lesa... Hási kisi í Davíðshúsi

 Föstudaginn 7. nóvember kl. 17:30, mætir Hási kisi og flytur eigin ljóð. Ekki er um eiginlegan kött að ræða heldur föngulegan hóp ljóðskálda af Austurlandi sem hefur staðið fyrir eða tekið þátt í fjölmörgum ljóðaviðburðum og –hátíðum síðan 2008. Hópinn Hása kisa fylla þau Ingunn Snædal, Hrafnkell Lárusson, Ásgrímur Ingi Arngrímsson og Stefán Bogi Sveinsson. Meðlimir hópsins hafa verið dugmikilir á ljóðasviðinu, gefið út níu bækur og eiga þeir tveir síðast töldu glænýjar ljóðabækur í betri bókabúðum. Stefán Bogi gefur út bókina Brennur og Hrafnkell  Ég leitaði einskis ... og fann. Davíð Stefánsson tekur sjálfur óbeinan þátt í viðburðinum. Upptökur af ljóðalestri hans óma úr viðtækjum. Betra upphaf af helgarfríi er vart hægt að hugsa sér!
Lesa meira

Allir lesa... Söngur hrafnanna í Davíðshúsi

   Fimmtudaginn 6. nóvember kl. 19 verður útvarpsleikritið Söngur hrafnanna eftir Árna Kristjánsson flutt í stofum Davíðshúss við Bjarkarstíg 6. Húsið er einmitt sögusvið þessa verðlaunaleikrits sem Viðar Eggertsson leikstýrði. Sannkallað eyrnakonfekt.
Lesa meira

Síðasta sýningarhelgi á ljósmyndum Harðar Geirssonar

Nú um helgina er síðasta tækifærið til að skoða ljósmyndasýninguna MEÐ AUGUM FORTÍÐARLaugardaginn 1. nóvember kl. 14:30 mun Hörður Geirsson leiða gesti í allan sannleikann um ljósmyndatæknina sem notuð var á tímabilinu 1850 -1880 og var kölluð votplötutækni. Hann hefur tekið myndir af heimabæ sínum með þessari tækni og á sýningunni má sjá afraksturinn.  
Lesa meira

Lesa meira

Faldbúningsnámskeið

Námskeið í gerð faldbúnings í samvinnu Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Handraðans 18.-19. október n.k. í Eyjafjarðarsveit. Nánari upplýsingar  veitir Heimilisiðnaðarfélagið  s. 551-7800/ 551-500  einnig hægt að senda tölvupóst á    skoli@heimilisidnadur. Verð á námskeiði fyrir alla helgina er  26.000.
Lesa meira

Fornleifarannsókn í Innbænum

  Frumdægur Akureyrar er samstarfsverkefni Fornleifafræðistofunnar ehf og Minjasafnsins á Akureyri. Í tengslum við verkefnið verða fornleifafræðingur og nemi á vegum Fornleifafræðistofunnar við rannsóknir í Innbænum á gömlu Akureyri 15.-16. ágúst n.k. Grafinn verður prufuskurður á grasbletti norðan við verslunina Brynju í þeim tilgangi að rannsaka mannvistarlög undir sverði sem tengst gætu gamla verslunarstaðnum sem stofnaður í kjölfar einokunarinnar árið 1602. Engin fornleifafræðileg rannsókn hefur farið fram á verslunarstaðnum og því áhugavert að sjá hvað jarðlögin hafa að geyma. Rannsóknin í sumar er fyrst og fremst hugsuð sem könnunarrannsókn og verður haldið áfram næsta sumar ef niðurstöður gefa tilefni til.
Lesa meira

Hefðarferð á Súlur 30.ágúst

 26. mars 1900 heimsóttu vísindamenn úr dönskum norðurljósaleiðangri „Höllina” á Súlum í síðasta sinn ásamt akureyrskum vinum sínum. „Höllin“ var kofi sem byggður var nálægt tindi fjallsins og þar höfðust við 1-2 vísindamenn í janúar-mars árið 1900.30. ágúst verður fjallaförin endurtekin í samstarfi Icelandair hótel Akureyri og Minjasafnsins á Akureyri. Gengið verður með leiðsögn í fótspor norðurljósamannanna í viðeigandi búningum frá 1900 og skálað í kampavíni á fjallstindinum. Gangan hefst kl. 9:00 við Icelandair hótel Akureyri þar sem sameinast verður í einkabíla. Ráðgert er að ferðinni ljúki um 14:00. Skráningargjald 1.000 kr innifelur leiðsögn og freyðivínsglas. Skráning í síma 518-1000 eða á akureyri@icehotels.is fyrir 28. ágúst.
Lesa meira

2 fyrir 1 um verslunarmannahelgina. Verið velkomin !

Í tilefni af fjölskylduhátíðinni "Einni með öllu" um verslunarmannahelgina býður Minjasafnið 2 fyrir 1 af aðgangseyri fimmtudag til sunnudags og áfram frítt fyrir börnin. Endilega grípið tækifærið og kíkið í heimsókn. Skoðaðu sæskrímslin í garðinum og á sýningunni. Taktu þátt í fjársjóðsleiknum. Settu saman þitt eigið kort! Skoðaðu sýninguna með kíki eða áttavita!Taktu ljósmynd í gömlu ljósmyndastofunni og skelltu þér í öskudagsbúning.       
Lesa meira