Sólarljósið skín úti og norðurljósin inni

Það er farið að vora og sólin skín glatt í Minjasafnsgarðinum. Innandyra dansa norðurljósin í myndum og málverkum.Mynd: Vorverkin í Minjasafnsgarðinum í byrjun 20. aldar. Úr myndasafni MSAOpið í Minjasafninu fimmtudag - sunnudags 14-16.Tekið á móti hópum samkvæmt bókunum.Sýningar safnsins eru Norðurljós næturbirta norðursins og Akureyri bærinn við Pollinn.The museum is open from Thursday - Sunday from 14-16.Open by appointment for groups.Current exhibitions: Akureyri the town by the bay and Northern lights - the bright northern nights.
Lesa meira

Opnunartími í vetur

Opið er á safninu fimmtudag - sunnudags 14-16.Tekið á móti hópum samkvæmt bókunum.Sýningar safnsins eru Norðurljós næturbirta norðursins og Akureyri bærinn við Pollinn.The museum is open from Tthursday - Sunday from 14-16.Open by appointment for groups.Current exhibitions: Akureyri the town by the bay and Northern lights - the bright northern nights.
Lesa meira

Hljóðverk í Davíðshúsi

Lesa meira

Heimsókn til skáldsins frá Fagraskógi

21. janúar er boðið til afmælis í Davíðshúsi við Bjarkarstíg 6 en þann dag árið 1895 fæddist Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, eitt ástsælasta skáld Íslendinga. Davíðshús er varðveitt nánast óbreytt frá því skáldið skildi við, rétt eins og hann hafi aðeins brugðið sér frá. Í viðtækjum má jafvel heyra í skáldinu lesa ljóð og hvort ef ekki heyrist í Gullna hliðinu. Verið velkomin n.k. þriðjudagskvöld milli 20-22.Aðgangur ókeypis.   
Lesa meira

Lesa meira

Fallegir jólatónar í yndislegri stemningu liðinna tíma í Laufási.

GLEÐILEG JÓL og gæfuríkt ár Kammerkórinn Hymnodia á Akureyri syngur JÓL í Gamla bænum Laufási
Lesa meira

Lesa meira

Lesa meira

Hrekkjóttir jólasveinar í jólastund á Minjasafninu

Hrekkjóttir jólasveinar verða í aðalhlutverki á Minjasafninu á Akureyri laugardaginn 14. desember kl 14 þegar Þórarinn Hannesson les úr nýútkominni ljóðabók sinni Um jólin. Ljóðin eru um hrekkjótta jólasveina en þeir leika stórt hlutverk í jólasýningu safnsins enda 82 að tölu.  Hrekkjóttur, forvitinn en meyr jólasveinn kemur á safnið þennan dag.  Hvað ætli hann segi þegar hann fréttir að við erum að kynnast 81 bræðrum hans og systrum? Ætli hann tapi sér úr spenningi í rannsóknarstofu jólasveinanna? Ætli hann reyni að ganga kringum gömlu jólatrén sem mynda skóg inní miðri sýningu? Eitt er víst að hann langar mikið til að hitta krakka, skoða með þeim sýninguna, sjá Flotsokku og Faldafeyki, kíkja inní smáveröld jólasveinanna en síðast en ekki síst syngja með skemmtilegum börnum á öllum aldri.  Minjasafnið er opið alla daga kl 13-17 til 6. janúar. Lokað er á hátíðisdögunum
Lesa meira

Jólastarfsdagur í Gamla bænum Laufási

Aðventudagur í Gamla bænum Laufási er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra Eyfirðinga og gesta þeirra en hann verður haldinn sunnudaginn 8. desember kl 13:30-16. Þá gefst gestum tækifæri til að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu. Undirbúningur jólanna hefst með jólastund fyrir alla fjölskylduna í Laufáskirkju kl 13:30 í umsjón sr. Bolla Péturs Bollasonar og kammerkórinn Hymnodia syngur jólalög.Það logar kátt á hlóðum á meðan laufabrauðið er skorið. Stórir og smáir keppast við að vinna sína vinnu, tólgarkerti verða steypt og börn á öllum aldri geta gert jólaskraut og gripið verður í spil og tréð verður skreytt. Ilmur af nýreyktu hangikjöti læðist um híbýlin og kúmenkaffi kitlar bragðlaukana. Þetta mun án efa vekja athygli hrekkjóttra jólasveinana sem elska kerti og að skella hurðum. Jólastemning verður í Kaffi Laufási  þar sem gestir geta notið veitinga við jólalegan harmonikkuleik.  Gestir mega ekki láta jólamarkað handverksfólks úr héraði með spennandi vöru fram hjá sér fara. Það eru Þjóðháttafélagið Handraðinn og velunnarar Laufáss sem gera það mögulegt að hægt er að upplifa jólaundirbúning gamla sveitasamfélagsins á þennan hátt. Aðgangseyrir kr. 900 fyrir fullorðna. Börn 17 ára yngri fá frítt inn
Lesa meira