Minjasafnskirkjan máluð

Nú er verið að mála Minjasafnskirkjuna að innan. Loftið var málað á síðasta ári og nú er röðin komin að kirkjuskipinu og kirkjubekkjunum. Af þeim orsökum er kirkjan lokuð bæði fyrir gesti og kirkjulegar athafnir. Við munum taka við pöntunum á ný fyrir kirkjuna í nóvembermánuði. Það eru Snorri Guðvarðarson og Kristjana sem mála kirkjuna af sinni alkunnu snilld. Verkefnið er styrkt af húsafriðundanefnd og velunnurum kirkjunnar. Enn er hægt að styrkja verkefnið. Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við safnstjóra Harald Þór Egilsson.
Lesa meira

Hér má sjá auglýsinguna stóra!
Lesa meira

Eyjafjörður frá öndverðu tekin niður - N4 mætti á svæðið

Önnur grunnsýning Minjasafnsins, Eyjafjörður frá öndverðu, sem á síðustu 13 árum hefur laðað að sér um 150.000 gesti hefur nú verið tekin niður. Af því tilefni komu fréttahaukar norðlensku fréttastöðvarinnar N4 í heimsókn og tóku viðtal við safnstjórann, Harald Þór Egilsson,  og forvörð Þjóðminjasafns Íslands Natalie Jacqueminet. Fyrirhugaður er þjóðbúningadagur í nóvember í safninu þar sem salurinn verður nýttur til hins ítrasta auk þess sem vel mun lofta um jólasýninguna í ár í þessu skemmtilega rými. handan við hornið er þó dagskrá STOÐvina fyrsta vetrardag.  Í rýminu tekur síðan við sumarsýning næsta árs sem verður ljósmyndasýning.Minjasafnið á Akureyri í föstudagsþætti N4
Lesa meira

Síðustu forvöð að sjá sýninguna Eyjafjörður frá öndverðu

Í þessari vikur eru síðustu forvöð að sjá sýninguna Eyjafjörður frá öndverðu, aðra af tveimur grunnsýningum Minjasafnsins. Ekki láta þessa sýningu fram hjá þér fara ef þú hefur ekki séð hana áður og ef þú hefur ekki séð hana skelltu þér þá núna! Safnið er opið fimmtudaga - sunnudaga kl 14-16.
Lesa meira

Lesa meira

Vetraropnun á safninu

 Nú þegar Minjasafnsgarðurinn er farinn að skipta um lit þá er vetraropnun safnsins hafin. Nú er opið fimmtudaga - sunnudaga kl 14- 16. Sumarsýningin Norðurljós, næturbirta norðursins hefur verið framlengd svo enn er tækifæri til að sjá yndislega litríkar ljósmyndir Gísla Kristinssonar  frá 2013 og málverk Haralds Moltke frá 1899.
Lesa meira

The Old Turfhouse Laufás is only open for groups in September

The Old Turfhouse Laufás and Café Laufás are only open for groups in September. Groups who want to come for a visit  please contact Hólmfríður Erlingsdóttir, tel: 895-3172 or by e-mail laufas@minjasafnid.is
Lesa meira

Vetrarlokun í Laufási en opnum fyrir hópa.

Gamli bærinn Laufás hefur nú lokað dyrum sínum eftir sumarið. VIð viljum þakka þeim fjöldamörgu gestum sem til okkar komu fyrir heimsóknina. í september verður þó hægt að opna bæði Gamla bæinn Laufás og kaffi Laufás fyrir hópa. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hringið í Hólmfríði Erlingsdóttur, staðarhaldara, í síma 895-3172 eða sendið tölvupóst á laufas@minjasafnid.is  
Lesa meira

Bókmenntir, ferðaþjónusta og bókmenntalegar rætur - málþing

Loksins eru Astrid Lindgren, Jón Sveinsson (Nonni),  H.C. Andersen og  Halldór Laxnes  ásamt fleirum rit- og ljóðahöfundum saman komin undir eitt þak.  Samstarfsnet norrænna rithöfunda- og tónskáldasetra efna til tveggja opinna málþinga í tengslum við ráðstefnu sína hér á landi. Það fyrra fer  fram í Iðnó í Reykjavík  þann 11. september kl 8:30-12:30 og er yfirskrift þess Ferðast á slóðum bókmennta. Opnunarerindið  “Destinations and attractions: when literature moves people“   flytur Hans Christian Andersen, prófessor í markaðsfræðum ferðamála og ferðaþjónustustjórnun við háskólann í Northumbria í Englandi.  Í erindum dagsins verður fjallað um aðdráttarafl bókmennta á ferðamenn, allt frá Íslendingasögum til Astrid Lindgren. Síðara málþingið er norðan heiða nánar tiltekið á Hótel KEA á Akureyri þann 12. september kl 9-12. Yfirskrift þess er bókmenntalegar rætur. Erindin fjalla um starf Barnabókaseturs Íslands, kennslu og nám í barnabókmenntum í Evrópu, bókmenntararfinn í barnabókum og á netinu og Astrid Lindgren og Vimmerby. Málþingin eru öllum opin. Erindin verða á ensku.    Málþingið í Reykjavík er haldið í samstarfi við Bókmenntahátíð og Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO.   Dagskrá málþinganna tveggja má sjá hér
Lesa meira

Draugaslóðin vel sótt.

Það voru margir sem lögðu leið sína í  draugalegan Innbæinn og Samkomuhúsið, sem var sannkallað draugahús, á föstudagskvöldið. Drunglegt myrkrið, draugar og forvitnileg hljóð léku aðalhlutverkið þetta kvöld. Ljóstýrur og eldspúarndi draugar vörpuðu örlítilli glætu inní garða og á stræti þar sem verur, ekki þessa heims, voru á kreiki.  Minjasafnið þakkar öllum sjálfboðaliðum, samstarfsaðilum og íbúum í Innbænum kærlega fyrir frábært kvöld og gestir okkar fá bestu þakkir fyrir komuna.
Lesa meira