Leiðsögn um Gásir og bakland Gása í kvöld fimmtudag 17. júlí

Fimmtudaginn 17. júlí standa Minjasafnið á Akureyri, Gásaverkefnið, AkureyrarAkademían og aðstandendur fornleifarannsókna í Hörgárdal (Fornleifastofnun Íslands og fornleifadeild CUNY NORSEC í New York) fyrir fornleifadagskrá á Gásum og í Hörgárdal. Dagskráin hefst kl. 20 þar sem veitt verður leiðsögn um Gásir og gestir fræddir um hvað uppgröfturinn þar hefur leitt í ljós.Eins og fram kemur á vef Gásakaupstaðar er fornleifauppgreftri lokið í bili en á árunum 2001-2006 stóðu Minjasafnið á Akureyri, Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun Íslands fyrir fornleifarannsóknum á svæðinu þar sem opnaðir voru um 14F00 fermetrar. Þar hefur m.a. fundist eitt stærsta safn miðaldaleirkerjabrota á Íslandi.Að leiðsögn lokinni mun áhugasömum standa til boða að fara með rútu inn Hörgárdal, að Skugga í landi Staðartungu þar sem fornleifafræðingar eru nú við uppgröft og rannsóknir sem eru liður í verkefninu Bakland Gása. Verkefnið miðar að því að setja Gásir í stærra samhengi með því að skoða sveitina sem á sínum tíma studdi við og hagnaðist á verslun við Gásir.Rútuferðin frá Gásum inn Hörgárdal stendur gestum til boða þeim að kostnaðarlausu (meðan rúm leyfir), en gert er ráð fyrir að þeir komi sér sjálfir að Gásum. Jafnframt er bent á að til þess að komast að uppgreftrinum á Skugga þarf að ganga dálítinn spöl frá þjóðvegi upp grasi gróna hlíð og því er æskilegt að fólk sé vel skóað og klætt eftir veðri. Gera má ráð fyrir um 15 mín göngu og reiknað er með að koma aftur til baka um kl. 22.30.Dagskráin er liður í Miðaldadögum á Gásum sem verða haldnir 18.-20. júlí næstkomandi.
Lesa meira

Miðaldadagar á Gásum um næstu helgi

Það verður líf og fjör á Miðaldadögum á Gásum 18. - 20. júlí. Þar verður allskyns kaupskapur, handverk og leikir. Ómar fortíðar hljóma og lykt af alls kyns iðnaði, kolagerð og brennisteinsvinnslu berst um svæðið.Miðaldakaupstaðurinn er opinn 11-18 alla dagana. Sjá nánari dagskrá á: http://www.gasir.is 
Lesa meira

Safnadagurinn 13 júlí í Laufási

 Upplifðu sveitarómantíkina Gamli bærinn Laufás og Gestastofa Laufáss opið 9-17Hestar frá Pólarhestum milli 14 og 16.Leggjagarður á hlaðinu.  
Lesa meira

Safnadagurinn 13. júlí í Nonnahúsi

 Ný og breytt sýning. Bættu við kafla í nýja barnasögu. Hvað gerðist næst?
Lesa meira

Áhugaverðar sumarsýningar í boði

 Fjölskylduvænar sýningar. Skoðaðu sæskrímslin í garðinum og á sýningunni. Taktu þátt í fjársjóðsleiknum. Settu saman þitt eigið kort! Skoðaðu sýninguna með kíki eða áttavita!Taktu ljósmynd í gömlu ljósmyndastofunni og skelltu þér í öskudagsbúning. 
Lesa meira

Starfsdagur í Laufási 6. júlí

   Laufáshópurinn glæðir Gamla bæinn Laufási lífi sunnudaginn 6. júli milli 14 og 16. Sýnd verða sumarverkin á í sveitinni. Pólarhestar verða með ljúfa hesta og hægt að stíga á bak. Special activity at the Old turfhouse Laufas on Sunday July 6th between 2 and 4 am. Members from the Laufas-group will show how work was done in the old days. Icelandic ponies from Pólarhestar ready for a short ride around the turfhouse.
Lesa meira

Skrímslin koma! Á Minjasafnið á Akureyri?

Upp úr tjörninni við Minjasafnið á Akureyri og garði þess spretta nú skrímsli sem eiga fætur sínar og hala að rekja til landakorta sem eru á sýningunni Land fyrir stafni- Íslandskort 1547-1808. Skrímslin ætla að ganga á land fimmtudaginn 26. júní kl. 20 við Minjasafnstjörnina á Akureyri. Þar sem sæskrímsli eiga erfitt með að hreyfa sig á landi verður þeim hjálpað síðasta spölinn á Minjasafnið þar sem þau taka sér nú bólfestu á sýningunni. Gengið verður í hersingu við hljómfagra tónlist með  dansandi hreyfilistafólki , blásurum, trumbuleikurum og ýmsum smáskrímslum.Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira

Söngur hrafnanna hlýtur Grímuna 2014

Söngur hrafnanna hlaut Grímuna í flokknum besta útvarpsleikritið 2014. Leikritið er eftir ungt leikskáld Árna Kristjánsson í leikstjórn Viðars Eggertssonar og hljóðmynd eftir Einar Sigurðsson. Leikritið fjallar um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og heimsókn vina hans Páls Ísólfssonar og Árna Kristjánssonar píanóleikara í Bjarkarstíg 6. Verkið verður  endurflutt sunnudaginn 22. júní á Rás 1 kl. 13:00.     
Lesa meira

Myndasmiður að störfum

Hluti af sýningunni Með augum fortíðar eru myndir sem teknar verða af myndasmiðnum Herði Geirssyni.Teknar verða tvær myndir í mánuði í júní til september þegar veður og aðstæður eru réttar!Hörður verður með sín tæki og tól við Ráðhús Akureyrar kl. 12 laugardaginn 14. júní að taka votplötuljósmyndir. Allir velkomnir að fylgjast með óvenjulegri myndatöku.  
Lesa meira

Opnunarkvöld fimmtudaginn 5. júní kl. 17-21

Lesa meira