16.02.2015
Þetta er ein fjölmargra skemmtilegra mynda sem eru á síðu safnsins á Sarpur.is Smelltu á myndina til að skoða fleiri myndir.
Lesa meira
09.02.2015
Minjasafnið á Akureyri fagnar auknum gestakomum með auknum opnunartíma.Á veturna er nú opið alla daga frá 13-16. Verið velkomin.Minnum á árskortið 3000 kr. og dagpassa 2000 kr.Akureyri Museum is now open daily from 13-16. Looking forward to seeing you.Daily pass 2000 kr - Annual Pass 3000 kr.
Lesa meira
06.01.2015
Íþróttafélagið Þór hefur staðið fyrir brennu um áramót frá 1915 og Þrettándagleði frá 1917. Í kvöl 6. janúar verður miklu tjaldað til enda fagnar félagið 100 ára afmæli á árinu. Ljósmynd úr safni Dags. Skoða myndir
Lesa meira
14.12.2014
Opið/Open kl. 13-16 23. & 27.-30 desemberOpnum aftur 2. janúar
Lesa meira
06.11.2014
Föstudaginn 7. nóvember kl. 17:30, mætir Hási kisi og flytur eigin ljóð. Ekki er um eiginlegan kött að ræða heldur föngulegan hóp ljóðskálda af Austurlandi sem hefur staðið fyrir eða tekið þátt í fjölmörgum ljóðaviðburðum og –hátíðum síðan 2008. Hópinn Hása kisa fylla þau Ingunn Snædal, Hrafnkell Lárusson, Ásgrímur Ingi Arngrímsson og Stefán Bogi Sveinsson. Meðlimir hópsins hafa verið dugmikilir á ljóðasviðinu, gefið út níu bækur og eiga þeir tveir síðast töldu glænýjar ljóðabækur í betri bókabúðum. Stefán Bogi gefur út bókina Brennur og Hrafnkell Ég leitaði einskis ... og fann. Davíð Stefánsson tekur sjálfur óbeinan þátt í viðburðinum. Upptökur af ljóðalestri hans óma úr viðtækjum. Betra upphaf af helgarfríi er vart hægt að hugsa sér!
Lesa meira