Viltu lána safninu jólatré?

Átt þú heimagert jólatré? Viltu lána það á jólasýningu safnsins sem opnar núna í aðventunni?  Jólatrén verða að sjálfsögðu "heima hjá sér" yfir sjálfa jólahátíðina. Ef þú vilt lána safninu tré eða veist um einhvern sem hugsanlega myndi vilja lána sitt jólatré á sýningu hafðu þá samband við Harald Þór Egilsson, safnstjóra, í síma 462-4162 milli kl 8 og 16 virka daga eða sendu honum tölvupóst á netfangið: haraldur@minjasafnid.is 
Lesa meira

Norðurljós úti og inni - opið á safninu fimmtudaga- sunnudaga kl 14-16

Undanfarið eru norðurljósin búin að dansa um himininn og heilla marga. Hér á safninu má einnig sjá norðurljós. Norðurljós sem Harald Moltke fangaði á striga árið 1899 og sem Gísli Kristinsson festi á ljósmynd í byrjun þessa árs. Kíktu á dýrðina. Safnið er opið fimmtudaga - sunnudaga kl 14-16.
Lesa meira

Ábendingar streyma inn um muni í gegnum Sarp

Í tölvupósthólfi safnsins í dag mættu starfsmönnum þess 15 ábendingar og enn meiri upplýsingar um muni í safnkosti þess. Allar ábendingarnar voru  frá áhugasömum notendum nýja menningarsögulega gagnasafnsins www.sarpur.isVið þökkum afar góð viðbrögð og viljum hvetja alla til þess að kíkja endilega á vefinn, senda inn ábendingar og skoða sér til yndisauka og fræðslu. 
Lesa meira

Bókmenntakvöld tileinkað NONNA í Hannesarholti í Reykjavík.

Hannesarholt og Bókaútgáfan Opna standa fyrir bókmenntakvöldi í Hannesarholti í kvöld, mánudaginn 14. október,  klukkan 20. Þar verður fjallað um bókina Pater Jón Sveinsson – NONNI, eftir Gunnar F. Guðmundsson, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns efnis á síðasta ári. Brynhildur Pétursdóttir, alþingismaður og fyrrum forstöðumaður Nonnasafns á Akureyri mun ræða við Gunnar um pater Jón Sveinsson, ævisöguritunina og Nonnabækurnar sem báru hróður höfundar um veröld víða. Gestir erru hvattir til að leggja orð í belg og spyrja þau Brynhildi og Gunnar spjörunum úr. Búast má við skemmtilegum og frjóum umræðum um þessa merku bók. Aðgangseyrir er 1.000kr. Gengið er inn frá Skálholtsstíg.www.hannesarholt.is
Lesa meira

Víravirkisskartgripir á afslætti á dömulegum dekurdögum

Í tilefni af dömulegum dekurdögum bjóða Minjasafnið á Akureyri og Júlía Þrastardóttir, gullsmiður, uppá 20% afslátt af víravirkisskarti hennar í línunni JULES. Safnið er opið fimmtudaga til sunnudaga í allan vetur. Hjartanlega velkomin.
Lesa meira

Betra er seint en aldrei

Gaman að segja frá því að þessi ljósmynd var fjórða ljósmyndin sem birt var í Vikudegi úr safni Minjasafnsins. Tilgangurinn þá eins og nú er að fá lesendur blaðsins í lið með okkur og þeir því beðnir um að bera kennsl á Þessi myndi birtist í Degi 1990. Í gær 13 árum síðar barst bréf til safnins frá konu hér í bænum sem hafði borið kennsl á alla á myndinni. Á þessu má sjá hversu öflugt starf samfélagið vinnur fyrir safnið sitt. Betra er seint en aldrei. Takk kærlega fyrir!
Lesa meira

Minjasafnskirkjan máluð

Nú er verið að mála Minjasafnskirkjuna að innan. Loftið var málað á síðasta ári og nú er röðin komin að kirkjuskipinu og kirkjubekkjunum. Af þeim orsökum er kirkjan lokuð bæði fyrir gesti og kirkjulegar athafnir. Við munum taka við pöntunum á ný fyrir kirkjuna í nóvembermánuði. Það eru Snorri Guðvarðarson og Kristjana sem mála kirkjuna af sinni alkunnu snilld. Verkefnið er styrkt af húsafriðundanefnd og velunnurum kirkjunnar. Enn er hægt að styrkja verkefnið. Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við safnstjóra Harald Þór Egilsson.
Lesa meira

Hér má sjá auglýsinguna stóra!
Lesa meira

Eyjafjörður frá öndverðu tekin niður - N4 mætti á svæðið

Önnur grunnsýning Minjasafnsins, Eyjafjörður frá öndverðu, sem á síðustu 13 árum hefur laðað að sér um 150.000 gesti hefur nú verið tekin niður. Af því tilefni komu fréttahaukar norðlensku fréttastöðvarinnar N4 í heimsókn og tóku viðtal við safnstjórann, Harald Þór Egilsson,  og forvörð Þjóðminjasafns Íslands Natalie Jacqueminet. Fyrirhugaður er þjóðbúningadagur í nóvember í safninu þar sem salurinn verður nýttur til hins ítrasta auk þess sem vel mun lofta um jólasýninguna í ár í þessu skemmtilega rými. handan við hornið er þó dagskrá STOÐvina fyrsta vetrardag.  Í rýminu tekur síðan við sumarsýning næsta árs sem verður ljósmyndasýning.Minjasafnið á Akureyri í föstudagsþætti N4
Lesa meira

Síðustu forvöð að sjá sýninguna Eyjafjörður frá öndverðu

Í þessari vikur eru síðustu forvöð að sjá sýninguna Eyjafjörður frá öndverðu, aðra af tveimur grunnsýningum Minjasafnsins. Ekki láta þessa sýningu fram hjá þér fara ef þú hefur ekki séð hana áður og ef þú hefur ekki séð hana skelltu þér þá núna! Safnið er opið fimmtudaga - sunnudaga kl 14-16.
Lesa meira