Byggingar á Brekkunni - manngert menningarlandslag

  Í tilefni af alþjóðlega og íslenska safnadeginum býður Minjasafnið á Akureyri upp á byggingasögugöngu um menningarlandslag á hluta Suðurbrekkunnar á Akureyri þar sem rýnt verður í skipulag og byggingar í nágrenni Menntaskólans á Akureyri. Íslenski safnadagurinn er hluti Alþjóðlega safnadagsins sem haldinn er árlega 18. maí af International Council of Museums (ICOM). Þátttakendur eru um 35.000 söfn í 140 löndum og er þema ársins söfn og menningarlandslag. Gengið verður um Suðurbrekkuna umhverfis Menntaskólann og sagt frá þróun og uppbyggingu þessa bæjarhluta auk þess rýnt verður í byggingarsögu valinna húsa á svæðinu. Lagt verður upp frá gamla Menntaskólahúsinu kl. 17:30. Leiðsögumaður er Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Minjasafninu á Akureyri. Gangan tekur rúman klukkutíma.
Lesa meira

velkomin í heimsókn á söfnin okkar  
Lesa meira

Eyfirski safnadagurinn á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21.apríl

Lesa meira

Páskar á safninu - Easter at the museum

 OPIÐ DAGLEGA 13-16 - LOKAÐ PÁSKADAGOPEN DAILY 13-16 - CLOSED ON EASER SUNDAY
Lesa meira

Land fyrir stafni! - Schulte collection

  Sýning á fágætum Íslandskortum frá 1547-1808.
Lesa meira

Lesa meira

Öskudagur á Akureyri - ný sýning

Lesa meira

Getur þú lagt okkur lið?

Lesa meira

Gleðileg jól – Listakonan í Fjörunni – Elísabet Geirmundsdóttir

Þetta jólakort gerði Elísabet Geirmundsdóttir, listakonan í Fjörunni (1915-1959). Elísabet var ómenntuð en hæfileikarík listakona sem fékk útrás fyrir sköpunarkraftinn í gegnum skúlptúra í tré og gips, jafnvel snjó, en líka málverk og teikningar. Í garði við húsið sem hún og maður hennar reistu sér við Aðalstræti 70 eru verk eftir hana úr steinsteypu. Minjasafnið á Akureyri fékk sannkallaða stórgjöf á haustmánuðum þegar börn Elísabetar færðu safninu listaverk hennar að gjöf. Þessi gjöf verður sýnileg á árinu 2016 á vefnum sarpur.is. Gleðileg jól. This is a Christmas card made by Elísabet Geirmundsdóttir (1915-1959) a gifted local artist who never got the opportunity to dedicate herself or study art. She expressed her artistic gift through sculptures and painting. In the fall of 2015 her children presented her works to Akureyri Museum. In 2016 they will be made public through our website sarpur.is. Merry Christmas.   
Lesa meira

Dagur til jóla - Sjá himins opna hlið

    Sr. Björn Halldórsson (1826-1882) var prestur í Laufási við Eyjafjörð 1853 til dánardags 19. desember 1882. Í tíð sr. Björns var bærinn endurbyggður og kirkjan einnig, en hún fagnar einmitt 150 ára afmæli í ár. Björn var afkastamikið sálmaskáld og orti sálm við þýskt lag frá 14. öld sem er fastur liður í jólahaldi margra, Sjá himins opnast hlið, sem hér er flutt af kór Akureyrarkirkju á plötunni Ó, þú hljóða tíð. Smelltu á myndina til að hlusta. This hymn to a German song from the 14th century is written by rev. Björn Halldórsson (1826-1882) who was the resident priest at Laufás in Eyjafjörður from 1853 until he passed away. In his time the old turf farm was rebuilt and a new church built in 1865. The hymn is one part of the festivities in Icelandic churches and for many it brings you the true spirit of Christmas. Click on the picture to hear  Akureyri Church Choir sing the hymn. From the album Ó, þú hljóða tíð.
Lesa meira