Opnunartími um hátíðarnar - Opening hours during the holidays

Lesa meira

6 dagar til jóla - Jólagleði

    Á jólunum er gleði og gaman og tilhlökkun barnanna mikil. Ekki síst að hitta jólasveinana og kíkja í skóinn. Smelltu á myndina til að sjá myndir frá jólaskemmtunum fyrri tíðar. Christmas is a nostalgic time. Here are some pictures of the Icelandic Santa's. Click on the picture.
Lesa meira

7 dagar til jóla - Askur askasleikis?

   Jólagjafir eins og nú tíðkast er ekki gamall siður meðal almennings hér á landi. Áður fyrr var jólaglaðningurinn fólginn í tilbreytingu í mat og drykk og var matur betur útilátinn en venjulega. Jafnvel svo að fólk gat ekki klárað skammtinn sinn eða geymdi hann sér yfir daginn. Þessi skammtur fékk meira segja heitið Jólarefurinn. Það er því ekki að ástæðulausu að askasleikir fer á stjá í jólamánuðinum eða að jólasveinarnir séu yfirleitt tengdir mat. Askasleikir er stundum kallaður askaskefill sem er líka skiljanlegt heiti miðað við lýsingar á öskum í hverjum hafði myndast skítaskán sem þurfti að skafa úr með vasahnífnum. Askurinn er séríslensk hönnun sem kom sér einkar vel í torfbæjum og fyrstu tegundum timburhúsa þar sem matar var neytt sitjandi á rúmstokknum. Skálin var notuð fyrir mat og lokið einnig sem diskur. Þessi askur er gripur nr. 1 í aðfangaskrá Minjasafnsins á Sarpur.is. Hann var gefinn af Guðrúnu Sigurðardóttur (1868-1953) og er frá Garðsá í Öngulsstaðahreppi. Óvíst er um aldur hans en er talinn eldri en gefandi. It was customary in the days leading up to Christmas and during the festivities to treat yourself to better food and larger portions than usual. They were often so large that people couldn‘t eat them all at once or choose to retain them over the day. It is no surprise then that one of the mischievous Icelandic Santa’s steals out of the traditional food container askur. Askur is specific to Iceland and is both a container or a bowl made out of wood where the lid can be used as a plate. It was a very useful artefact in the turf houses and earlier wooden houses where people sat on their beds to consume their meals. This item is Akureyri Museums artefact nr. 1. It comes from Eyjafjörður and is from early 19th century.
Lesa meira

16. dagar til jóla – Jólakerti

Í desember er sólargangur stystur og myrkrið því mikið. Sérhvert ljós var því kærkomið og dýrmætt. Kerti voru ekki jafn sjálfsagður hlutur og í dag en snemma á 19. öld var það orðinn almennur siður að gefa heimilisfólki kerti á jólunum. Þau voru þá jafnan heimagerð. Yfir jólin var starað á ljósið frá loganum þar til það slokknaði en stundum voru kertin svo falleg að á þeim var ekki kveikt. In December darkness is all-encompassing and light precious. Candles were commonly homemade till the first decades of the 20th century. In the previous century it became common to give each member of the household a candle as a Christmas gift. People would often spend Christmas day just staring at the lights but when the candles were too precious they were kept as decorations.
Lesa meira

18. dagar til jóla – Fótanuddtækið

Jólagjafir eins og nú tíðkast eru ekki gamall almennur siður. Seint á 19. öld fór að bera á jólagjöfum enda var þá orðið meira um verslanir en áður og kaupmenn settu gjarnan upp jólabasara. Auglýsingar fóru að birtast í kringum 1880 þar sem margskonar varningur til jólagjafa var til sölu, t.d. fatnaður, leikföng, vindlakassar, eðalvín, blýantar, spil, sápa og sælgæti. Jú og auðvitað blessuðu bækurnar. Síðari hluti 20. aldar einkennist af ofgnógt  allra hluta. Í auglýsingu frá 1982 sagði að Clairol fótanuddtækið yki vellíðan alls líkamans. Tækið er hinsvegar kannski ein alræmdasta jólagjöf allra tíma. Sagan segir að á mörgum heimilum hafi slíkt tæki leynst í fleiri en einum pakka og flest þeirra hafi endað í geymslum landsmanna, stundum með skömm. Tækið jók vellíðan fótanna en ekki sálarinnar í öllum tilfellum. Christmas presents were uncommon in Iceland until the late 19th century. Then merchants started to offer special goods for Christmas, such as cigars, fine wine, candy, soaps and toys and of course books. The latter part of the 20th century is one of plentiful of everything. In the 1980s this Clairol foot spa was the popular gift. It became somewhat of an embarrassment because many homes ended up with more than one such Spa, some say more than two even, many of which, if not all, soon ended up in the storage.
Lesa meira

Jólastarfsdagur í laufási fellur niður 2015

Þar sem ófært er um Laufásstað og Gamla bæinn í Laufási fellur Jólastarfsdagur niður. 
Lesa meira

Lokað vegna ófærðar laugardaginn 5. desember

 Sýniningar safnsins verða lokaðar í laugardaginn 5. desember sökum ófærðar að safninu. The museum will be closed Saturday December 5th because of bad wether.
Lesa meira

Ljósmynd mánaðarins

    Hörður Geirsson skrifar skemmtilega grein um mynd mánaðarins á vef Þjóðminjasafnsins. Greinin fjallar um Jón Chr. Stefánsson sem nam fyrstur Íslendinga votplötu (collodion) ljósmyndatæknina og hóf að nota hana hér á landi árið 1858. Smelltu á myndina til að lesa greinina.
Lesa meira

22. dagar til jóla – Jólabjöllur

Eftir því sem nær dregur jólum fjölgar skrauti á heimilum. Jólaskreytingar voru í fyrstu tengd lýsingu og heimagerðum jólatrjám, en seint á 19. öld fóru kaupmenn að bjóða innflutt jólaskraut og efni til föndurgerðar á svokölluðum jólabösurum. Á stríðsárunum jókst framboðið enn meira   Þessar fallegu rauðu gips bjöllur voru seldar af kvenfélaginu Hlíf til styrktar góðgerðarmálum á stríðsárunum ýmist málaðar eða ómálaðar og prýddu heimili víða á Akureyri fyrir jólin og gera sjálfsagt enn. Christmas decorations were confined to candles and simple homemade christmas trees untill late in the 19th century when stores started to import such commodities. These beautiful red bells made of plaster were sold for charity by a local women‘s association in the 1940s. The bells were both sold with or without coating and decorated many houses for decades and probably still do.
Lesa meira

Kvöldstund á aðventu í Davíðshúsi

Fimmtudaginn 3. desember kl. 20 fjallar Valgerður H. Bjarnadóttir um veturinn í ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi í samtali við gesti, sem ber yfirskriftina "Í vetrarins skammdegishöll." Í ljóðum Davíðs Stefánssonar hefur veturinn sterka táknræna merkingu. Hann er hið ógnandi, deyðandi myrkur og kuldi og hins vegar er hann verndandi fyrir bæði náttúru og manneskju. Á veturnar sjáum við líka stjörnurnar skína og spor hinnar elskuðu í snjónum.Eftir dagskránna gefst gestum kostur á að skoða safnið. Skemmtileg kvöldstund á heimili skáldsins við Bjarkarstíg 6 frá 20-22. Takmarkaður sætafjöldi. Aðgangseyrir kr. 1.200 - munið árskortin 
Lesa meira