Lesa meira

Hrekkjóttir jólasveinar í jólastund á Minjasafninu

Hrekkjóttir jólasveinar verða í aðalhlutverki á Minjasafninu á Akureyri laugardaginn 14. desember kl 14 þegar Þórarinn Hannesson les úr nýútkominni ljóðabók sinni Um jólin. Ljóðin eru um hrekkjótta jólasveina en þeir leika stórt hlutverk í jólasýningu safnsins enda 82 að tölu.  Hrekkjóttur, forvitinn en meyr jólasveinn kemur á safnið þennan dag.  Hvað ætli hann segi þegar hann fréttir að við erum að kynnast 81 bræðrum hans og systrum? Ætli hann tapi sér úr spenningi í rannsóknarstofu jólasveinanna? Ætli hann reyni að ganga kringum gömlu jólatrén sem mynda skóg inní miðri sýningu? Eitt er víst að hann langar mikið til að hitta krakka, skoða með þeim sýninguna, sjá Flotsokku og Faldafeyki, kíkja inní smáveröld jólasveinanna en síðast en ekki síst syngja með skemmtilegum börnum á öllum aldri.  Minjasafnið er opið alla daga kl 13-17 til 6. janúar. Lokað er á hátíðisdögunum
Lesa meira

Jólastarfsdagur í Gamla bænum Laufási

Aðventudagur í Gamla bænum Laufási er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra Eyfirðinga og gesta þeirra en hann verður haldinn sunnudaginn 8. desember kl 13:30-16. Þá gefst gestum tækifæri til að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu. Undirbúningur jólanna hefst með jólastund fyrir alla fjölskylduna í Laufáskirkju kl 13:30 í umsjón sr. Bolla Péturs Bollasonar og kammerkórinn Hymnodia syngur jólalög.Það logar kátt á hlóðum á meðan laufabrauðið er skorið. Stórir og smáir keppast við að vinna sína vinnu, tólgarkerti verða steypt og börn á öllum aldri geta gert jólaskraut og gripið verður í spil og tréð verður skreytt. Ilmur af nýreyktu hangikjöti læðist um híbýlin og kúmenkaffi kitlar bragðlaukana. Þetta mun án efa vekja athygli hrekkjóttra jólasveinana sem elska kerti og að skella hurðum. Jólastemning verður í Kaffi Laufási  þar sem gestir geta notið veitinga við jólalegan harmonikkuleik.  Gestir mega ekki láta jólamarkað handverksfólks úr héraði með spennandi vöru fram hjá sér fara. Það eru Þjóðháttafélagið Handraðinn og velunnarar Laufáss sem gera það mögulegt að hægt er að upplifa jólaundirbúning gamla sveitasamfélagsins á þennan hátt. Aðgangseyrir kr. 900 fyrir fullorðna. Börn 17 ára yngri fá frítt inn
Lesa meira

Hér á ég heima

Héraðssýningin  Hér á ég heima verður opnuð föstudagkvöldið 6. desember kl 20 í Kaffi Laufási, gamla prestshúsinu, í Grýtubakkahreppi. Sýningin er hluti af afmælissýningaröð Minjasafnsins á Akureyri sem varð 50 ára á síðasta ári.  Hún samanstendur af myndum og munum frá Grýtubakkahreppi.  Á opnuninni munu sagna- og kvæðafólk úr héraði leika á alls oddi og handverksfólk verður með jólamarkað.  Þetta er tilvalið tækifæri fyrir heimamenn og áhugasama til að koma saman og  rifja upp gamlar og góðar minningar. Maður er manns gaman. Sýningin er opin kl 13-17  laugardaginn 7. desember og  sunnudaginn 8. desember sem er  jólastarfsdagur i Gamla bænum. Það verður því mikið um að vera þessa helgi í Laufási.
Lesa meira

Lesa meira

Jól - 82 jólasveinar og gömul jólatré

Ný jólahefð – vertu með frá upphafi! Minjasafnið á Akureyri opnar jólasýningu laugardaginn 30. nóvember kl 13. Í aðalhlutverki eru 82 hrekkjóttir íslenskir jólasveinar, skógur gamalla jólatrjáa, jólaskraut, spennandi jólasveinaveröld og rannsóknarstofa jólasveina. Allir þekkja jólasveinana 13 en hverjir eru hinir 69?  Í ár og næstu ár verða þeir myndgerðir. Flotsokka og Faldafeykir birtast nú í gerð Ingibjargar H. Ágústsdóttur, listakonu.   Gægðust inní smáveröld jólasveinanna sem Þórarinn Blöndal listamaður og leikmyndahönnuður hefur skapað. Settu þig  í spor þeirra og prófaðu hluti sem tengist þeim!  Hver þeirra var mesta vöðvabúntið og hrekkjóttastur? Voru það Þvengleysir og Stigaflækir eða einfaldlega Gluggagægir?  Bæjarbúar hafa plantað skógi jólatrjáa í sýninguna sem eru frá árunum 1920 til okkar tíma. Ekkert jólatré í dag er án jólaskrauts og leikur það stórt hlutverk í jólahaldinu. Forvitnilegt er að sjá hvaða skraut rataði á trén og gerði heimilið jólalegt.   Jólasýning Minjasafnsins á Akureyri verður sett upp árlega um ókomna framtíð með það fyrir augum að heimsókn í safnið verði framvegis fastur liður í undirbúningi jólanna. Jólasýningin er ein af afmælisgjöfum ríkisins til Akureyrarbæjar. Gjöfin var snjókorn sem nú er orðið að snjóbolta og verður án efa í framtíðinni aðlaðandi snjókarl fyrir börn á öllum aldri. Sýningin verður aldrei eins frá ári til árs en alltaf kunnugleg!  Minjasafnið er opið daglega frá 30. nóvember – 6. janúar kl 13-17. Lokað er á hátíðisdögunum.  
Lesa meira

Jólatréskógur farinn að vaxa á Minjasafninu

Jólatréskógur er farinn að vaxa í sýningarsal Minjasafnsins þökk sé vel vakandi íbúum fjarðarins sem svöruðu kalli okkar í leit að gömlum jólatrjám. Hér er tré sem brátt fær sinn stað í skóginum. Jólasýningin opnar laugardaginn 30. nóvember. Sjáumst þá!
Lesa meira

Hlíðarskóli sýnir nemendaverk í Nonnahúsi

Í tilefni afmælisdags Nonna ákvað Hlíðarskóli að lána Nonnahúsi nemendaverk til sýnis. Nemendur þar hafa verið að kynnast Nonna. Gert líkan af Nonnahúsi og líkan af Nonnastyttunni. Þessi verk þeirra má sjá í notalegri stund í Nonnahúsi á morgun, laugardaginn 16. nóvember kl 14-16.
Lesa meira

Notalegt í Nonnahúsi á afmælisdegi Nonna

Lesa meira

Fæðingadagur Matthíasar Jochumssonar

Í dag 11. nóvember er fæðingardagur sr. Matthíasar Jochumssonar eins afkastamesta ljóðskálds Íslendinga. Hann samdi þjóðsöng Íslendinga, Lofsönginn, samdi ótal ljóð og leikrit en það þekktasta er leikverkið um Skugga-Svein. Hann þýddi auk þess ótal leikverk en mörg hver voru eftir Shakespeare. Matthías var vel liðinn prestur og ástsæll meðal Akureyringa og þjóðinni allri. Þetta sagði Davíð Stefánsson frá Fagraskógi um afmælisbarn dagsins:Hugur hans og list eru fráhverf þeim óskapnaði, sem vaxinn er úr vantrú og stórmennskubrjálæði, gljáir um stund, en springur snögglega líkt og sápukúla, hol og kjarnalaus. (Davíð Stefánsson, 1960/ Skáldið í Sigurhæðum, 1963)
Lesa meira