06.07.2016
Fimmtudaginn 7. júlí kl. 16 hefst viðburðaröð sumarsins í Davíðshúsi, undir yfirskriftinni ALLAR GÁTTIR OPNAR. Á hverjum fimmtudegi í sumar verður dagskrá tengd Davíð, ljóðum hans og lífi. Þau Kristjana og Kristján hefja herlegheitin með því að flytja bæði gömul og þekkt og frumsamin lög við ljóð Davíðs og nokkurra kvenna, s.s. Jakobínu Sigurðardóttur, Höllu Eyjólfsdóttur, Lenu Gunnlaugsdóttur og Elísabetar Geirmundsdóttur.
Lesa meira
23.06.2016
Fimmtudaginn 23. júní verður leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti í umsjón Haraldar Þórs Egilssonar, safnstjóra. Leiðsögnin hefst kl. 13 og tekur um 40 mínútur.
Lesa meira
22.06.2016
Davíðshús, Bjarkarstíg 6 - kl. 19 Komdu - 100 ára skáldafmæli Davíðs Stefánssonar frá FagraskógiSigurhæðir - Í brekkunni neðan við Akureyrarkirkju - kl. 21 Vandræði á Sigurhæðum - Vandræðaskáld fjalla um Matthías í sögum og lögumNonnahús, Aðalstræti 54 - kl. 22:30Á Nonnaslóð á Jónsmessu
Lesa meira
02.06.2016
Verið velkomin í sumar á söfnin; Minjasafnið á Akureyri - Minjasafnskirkjan - Nonnahús - Davíðshús - Sigurhæðir - Gamli bærinn Laufás - Gestastofan Laufási. Minnum á dagskortið sem gildir á 5 söfn kr. 2000 og árskortið sem kostar aðeins 3000 kr.Welcome to our museum this summerAkureyri Museum - The Museum Church - Nonni's House - Stefánson's Writers Home - Jochumson's Writers Home - Old Turf Farm Laufás - The Visitors Center LaufásDay Pass available for only 2000 isk - Annual Pass for 3000 isk
Lesa meira
17.05.2016
Í tilefni af alþjóðlega og íslenska safnadeginum býður Minjasafnið á Akureyri upp á byggingasögugöngu um menningarlandslag á hluta Suðurbrekkunnar á Akureyri þar sem rýnt verður í skipulag og byggingar í nágrenni Menntaskólans á Akureyri. Íslenski safnadagurinn er hluti Alþjóðlega safnadagsins sem haldinn er árlega 18. maí af International Council of Museums (ICOM). Þátttakendur eru um 35.000 söfn í 140 löndum og er þema ársins söfn og menningarlandslag. Gengið verður um Suðurbrekkuna umhverfis Menntaskólann og sagt frá þróun og uppbyggingu þessa bæjarhluta auk þess rýnt verður í byggingarsögu valinna húsa á svæðinu. Lagt verður upp frá gamla Menntaskólahúsinu kl. 17:30. Leiðsögumaður er Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Minjasafninu á Akureyri. Gangan tekur rúman klukkutíma.
Lesa meira
20.04.2016
velkomin í heimsókn á söfnin okkar
Lesa meira