Hlíðarskóli sýnir nemendaverk í Nonnahúsi

Í tilefni afmælisdags Nonna ákvað Hlíðarskóli að lána Nonnahúsi nemendaverk til sýnis. Nemendur þar hafa verið að kynnast Nonna. Gert líkan af Nonnahúsi og líkan af Nonnastyttunni. Þessi verk þeirra má sjá í notalegri stund í Nonnahúsi á morgun, laugardaginn 16. nóvember kl 14-16.
Lesa meira

Notalegt í Nonnahúsi á afmælisdegi Nonna

Lesa meira

Fæðingadagur Matthíasar Jochumssonar

Í dag 11. nóvember er fæðingardagur sr. Matthíasar Jochumssonar eins afkastamesta ljóðskálds Íslendinga. Hann samdi þjóðsöng Íslendinga, Lofsönginn, samdi ótal ljóð og leikrit en það þekktasta er leikverkið um Skugga-Svein. Hann þýddi auk þess ótal leikverk en mörg hver voru eftir Shakespeare. Matthías var vel liðinn prestur og ástsæll meðal Akureyringa og þjóðinni allri. Þetta sagði Davíð Stefánsson frá Fagraskógi um afmælisbarn dagsins:Hugur hans og list eru fráhverf þeim óskapnaði, sem vaxinn er úr vantrú og stórmennskubrjálæði, gljáir um stund, en springur snögglega líkt og sápukúla, hol og kjarnalaus. (Davíð Stefánsson, 1960/ Skáldið í Sigurhæðum, 1963)
Lesa meira

Þjóðbúningadagarnir vel heppnaðir

Hátt í 70 gestir komu á safnið um helgina til að sjá þjóðbúninga og þjóðbúningahluta, hlusta á erindi og fá greiningu á ýmsu tengdu þjóðbúningi. Námskeiðið í undirpilsagerð gekk vel með styrkri handleiðslu Oddnýjar Kristjánsdóttur, klæðskera og kennara hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands. Við þökkum Heimilisiðnaðarfélagi Íslands kærlega fyrir samstarfið og gestum safnins fyrir góða heimsókn.
Lesa meira

Lesa meira

Þjóðbúningadagar á Minjasafninu um helgina

Þjóðbúningadagar verða haldnir í Minjasafninu á Akureyri helgina 9. til 10. nóvember milli kl. 13 og 17. Þeir eru haldnir í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands, sem fagnar 100 ára afmæli í ár og Handraðans, sem er félagsskapur fólks í Eyjafirði sem vinnur að því að viðhalda þekkingu á íslenskum þjóðháttum. Þjóðbúningadagar hefjast á námskeiði í gerð undirpilsa fyrir þjóðbúninga, sem Oddný Kristjánsdóttir, klæðskerameistari og kennari hjá Heimilisiðnarfélagi Íslands stýrir, en fjöldi kvenna vinnur nú í því “að koma sér upp búning” eins og það hefur verið kallað í gegnum tíðina. Laugardaginn 9. nóvember kl. 13 opnar sýning á þjóðbúningum og munum þeim tengdum í eigu Minjasafnsins auk búninga í eigu Heimilisiðnaðarfélagsins og faldbúningum í vinnslu frá konum í Handraðanum. Þá verður örsýning frá Júlíu Þrastardóttur gullsmið um meðhöndlun á víravirkisskarti.  Solveig Theodórsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands flytur erindi í tengslum við 100 ára afmæli félagsins kl. 14 og Oddný Kristjánsdóttir heldur fyrirlestur um mismunandi gerðir íslenskra þjóðbúninga frá árinu 1750 til okkar daga kl. 15. Sunnudaginn 10. nóvember milli kl. 13 og 14 gefst almenningi kostur á að koma í Minjasafnið með þjóðbúninga og eða búningahluta og mun Oddný Kristjánsdóttir bjóða upp á greiningu á þeim. Í Safnbúð Minjasafnsins verða valdir munir og bækur tengdir þjóðbúningum íslenskra kvenna. Aðgangsmiði í safnið mun gilda alla helgina og tekið skal fram að þeir sem mæta í þjóðbúningum fá frítt inn.
Lesa meira

Opið um helgina - Norðurljós innanhúss! Komdu og sjáðu

Núna þegar snjórinn er kominn og dimmt er úti þá er tilvalið að skella sér inná Minjasafn til að kíkja á undurfögur norðurljós. Ljósmyndir teknar fyrr á árinu og málverk sem máluð voru 1899. Komdu og sjáðu! Yfir vetrartímann er safnið opið fimmtudag - sunnudaga kl 14-16.
Lesa meira

Lesa meira

Lesa meira

Lesa meira