Heimsókn forseta Íslands 14. júní 2020
- 8 stk.
- 16.06.2020
Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson heimsótti Minjasafnið á Akureyri sunnudaginn 14. júní.
Skoða myndirForseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson heimsótti Minjasafnið á Akureyri sunnudaginn 14. júní.
Skoða myndirSýning óþekktra ljósmynda sem opnuð var í febrúar 2020. Ef þú býrð yfir upplýsingum um myndefnið sendu okkur línu minjasafnid@minjasafnid.is
Skoða myndirHallgrímur Einarsson fæddist á Akureyri 20. febrúar 1878 og lést þar 26. september 1947. Hallgrímur var rak ljósmyndastofu á Akureyri frá 1903-1947 en tvö sumur þar á undan hafði hann ljósmyndað í myndastofu Önnu Schiöth. Hallgrímur var lærður ljósmyndari og nam iðn sína í Kaupmannahöfn 1894-1895. Eftir að hann kom úr námi rak hann ljósmyndastofu á Vestdalseyri þar til hann flutti starfsemi sína til Akureyrar. Hallgrímur var ekki bara öflugur ljósmyndari heldur einnig óspar á að miðla reynslu og þekkingu sinni til annarra. Þannig voru 19 nemar hjá honum á starfsæfinni þar af 7 sem hlutu meistararéttindi í iðninni. Enginn annar ljósmyndari hér á landi hafði jafnmarga nema. Ljósmyndir Hallgríms Einarssonar og stofunnar sem hann rak og síðar synir hans Kristján og Jónas eru varðveittar á Minjasafninu á Akureyri og eru upphafið af ljósmyndasafni þess. Í formála bókarinnar Akureyri 1895-1930 þar sem þessar myndir birtust segir Valgerður H. Bjarnadóttir: „Sérhverju bæjarfélagi er mikilvægt að eiga lifandi sögu. Hún eykur áhuga og virðingu íbúanna fyrir bænum. Akureyri á sér sögu, og gangirðu um gamla bæinn, Fjöruna, Innbæinn og Oddeyrina, blasa leifar hins gamla tíma alls staðar við. Húsin búa yfir leyndarmálum horfinna kynslóða. … Akureyri stendur í mikilli þakkarskuld við Hallgrím Einarsson, sem gerði tímabil í ævi bæjarins ógleymanlegt með töku fjölda frábærra ljósmynda.“ Heimildir: Inga Lára Baldvinsdóttir: Ljósmyndarar á Íslandi 1845-1945. Reykjavík 2001. Akureyri 1895-1930. Ljósmyndir - Hallgrímur Einarsson. Reykjavík 1982.
Skoða myndirLjósmyndir frá hverju ári frá því Akureyri fékk kaupstaðarréttindi 1862 til ársins 2012.
Skoða myndirSýningin stóð frá 14. febrúar til 30.mars. Sýningin samanstóð af 80 óþekktum myndum m.a. nokkrar litmyndir sem talið er að séu meðal þeirra elstu á landinu. Myndirnar eru úr eigu Ferðafélags Akureyrar úr söfnum Bárðar Sigurðssonar og Ara Leós Björnssonar. Aðsóknarmet var slegið og 90% myndanna eru nú greindar.
Skoða myndirSýningin stóð frá 2. febrúar til 26. apríl. Hún samanstóð af 83 óþekktum myndum. Myndirnar voru úr söfnum ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar á Akureyri, Maríu Pétursdóttur og nokkurra annara áhugaljósmyndara. Greining myndanna gekk vel og 80% myndanna þekktust.
Skoða myndirSýningin stóð frá febrúar til apríl loka á henni voru 69 óþekktar myndir og bárust upplýsingar um 51 mynd. Myndirnar voru úr safni Hallgríms Einarssonar og sona hans og frá trúboðanum Arthur Gook. Eftir að sýningu lauk bárust upplýsingar um 2 myndir í viðbót gegnum þennan vef.
Skoða myndirHér gefur að líta nokkrar valdar myndir úr fórum safnsins sem eru boðnar til sölu. Hafðu samband ef þíg vantar ákveðnar myndir eða ert með myndefni í huga.
Skoða myndir