Búðarfundur

Hvað er búðarfundur? Líttu við á safninu eftir lokun 12. maí kl. 17.
Lesa meira

Minjasafnið tilnefnt til íslensku safnaverðlaunanna

Starfsfólki og stjórn Minjasafnsins á Akureyri var sýndur sá heiður að vera tilnefnt til íslensku safnaverðlaunanna 2022.
Lesa meira

Rauði krossinn á safnið

Hvað getum við gert? Það var spurning sem vaknaði hjá starfsfólki Minjasafnsins á Akureyri. Sóley Björk Stefánsdóttir, verkefnafulltrúi málefna flóttafólks hjá Rauða krossi Íslands, tók við aðgöngumiðum á safnið fyrir leiðsöguvini og flóttafólk frá ýmsum löndum. Tökum höndum saman.
Lesa meira

Barnamenningarhátíð

Raftónlistarsmiðja, leikfangasmiðja, tónleikar, ritlistarrsmiðja og margt fleira.
Lesa meira

Afmæliskortið

Í tilefni 60 ára afmælis Minjasafnsins bjóðum við gestum upp á aðgöngumiða sem gildir út árið og veitir aðgang að fimm söfnum; Minjasafninu á Akureyri, Nonnahúsi, Leikfangahúsinu, Davíðshúsi og Laufási. Verðinu er stillt í hóf og er kr. 2000 fyrir eldri en 18 ára, 1000 kr fyrir heldri borgara en ókeypis er fyrir öryrkja. Munið það er alltaf ókeypis fyrir börn.
Lesa meira

Hér stóð búð - ný sýning

Á sýningunni Hér stóð búð gefur að líta ljósmyndir úr matvöruverslunum sem í eina tíð voru á hverju horni, jafnvel margar í stuttri götu. Sýningin markar upphaf á afmælisári safnsins sem fagnar 60 ára starfsafmæli.
Lesa meira

Jólasveinar einn og fleiri.

Þeir eru bæði kunnuglegir og framandi jólasveinarnir á sýningu Minjasafnsins á Akureyri, Jólasveinar einn og fleiri!
Lesa meira

Pípur, hús og nótur – setjum saman orgel

Orgelkrakkar er listgjörningur fyrir börn 7-12 ára sem samanstendur af byggingarlist og tónlistarflutningi.
Lesa meira

Litla ljóðahátíðin

Það myndaðist óvænt hátíð! Viðburður í tilefni fyrsta vetrardags varð fyrir tilviljun að þriggja daga ljóðaveislu í stofum Davíðshúss þar sem fram koma Sigmundur Ernir, Fríða Ísberg, Tómas Ævar og Þórður Sævar. Veislan hefst fimmtudaginn 21. október og lýkur fyrsta vetrardag 23. október.
Lesa meira

Miðgarðakirkja í Grímsey

Mikil menningar- og samfélagsverðmæti urðu eldinum að bráð þegar eitt elsta hús í Grímsey, Miðgarðakirkja, brann. Kirkjan var mikilvægur hlekkur í samfélaginu á gleði og sorgarstundum auk þess sem hún var mikilvægur áfangastaður fyrir gesti af meginlandinu.
Lesa meira