Litla ljóðahátíðin

Það myndaðist óvænt hátíð! Viðburður í tilefni fyrsta vetrardags varð fyrir tilviljun að þriggja daga ljóðaveislu í stofum Davíðshúss þar sem fram koma Sigmundur Ernir, Fríða Ísberg, Tómas Ævar og Þórður Sævar. Veislan hefst fimmtudaginn 21. október og lýkur fyrsta vetrardag 23. október.
Lesa meira

Miðgarðakirkja í Grímsey

Mikil menningar- og samfélagsverðmæti urðu eldinum að bráð þegar eitt elsta hús í Grímsey, Miðgarðakirkja, brann. Kirkjan var mikilvægur hlekkur í samfélaginu á gleði og sorgarstundum auk þess sem hún var mikilvægur áfangastaður fyrir gesti af meginlandinu.
Lesa meira

Eyfirski safnadagurinn

Sérstaklega velkomin á Eyfirska safnadaginn. Ókeypis aðgangur og ýmislegt á dagskrá á Minjasafninu, Nonnahúsi, Leikfangahúsinu og Davíðshúsi.
Lesa meira

Votplötuljósmyndun - Wetplate photography

Viltu fylgjast með 19. aldar ljósmyndara að störfum? Á milli 13 og 14, föstudaginn 20. og laugardaginn 21. ágúst gefst einstakt tækifæri til þess að bregða sér aftur um aldir og fylgjast með ljósmyndara taka ljósmyndir og framkalla með efnum og aðferðum sem notaðar voru um 1850. Þá mun Hörður Geirsson ljósmyndasérfræðingur Minjasafnsins á Akureyri feta í spor Jóns Chr. Stefánssonar, timburmeistara og myndasmiðs, sem fyrstur Íslendinga tók ljósmyndir með votplötutækni sem hann lærði í Kaupmannahöfn 1858.
Lesa meira

Votplötuljósmyndun - Wetplate photography

Viltu fylgjast með 19. aldar ljósmyndara að störfum? Á milli 13 og 14, föstudaginn 20. og laugardaginn 21. ágúst gefst einstakt tækifæri til þess að bregða sér aftur um aldir og fylgjast með ljósmyndara taka ljósmyndir og framkalla með efnum og aðferðum sem notaðar voru um 1850. Þá mun Hörður Geirsson ljósmyndasérfræðingur Minjasafnsins á Akureyri feta í spor Jóns Chr. Stefánssonar, timburmeistara og myndasmiðs, sem fyrstur Íslendinga tók ljósmyndir með votplötutækni sem hann lærði í Kaupmannahöfn 1858.
Lesa meira

Tónlistin á söfnunum

Flamengó dúett, Davíðsdagskrá og Lög ungafólksins á Minjasafninu og í Davíðshúsi
Lesa meira

Skáldastundir í Davíðshúsi

Í notalegu umhverfi Davíðshúss verða reglulega skáldastundir í sumar. Kristín Svava Tómasdóttir ríður á vaðið og les úr verkum sínum og spjallar við áheyrendur. Kristín Svava er bæði fræðimaður og ljóðskáld og hefur sent frá sér hvort tveggja fræðirit og ljóðabækur.
Lesa meira

Sumarið á safninu

Velkomin á söfnin okkar í sumar. Við minnum á safnapassann okkar sem gildir út árið og kostar aðeins 2300 kr en stök heimsókn kostar 1800 kr. Komdu því sem oftast í heimsókn.
Lesa meira

Ný sýning - Land fyrir stafni

Ný sýning úr Íslandskortasafni Schulte opnar 8. júní.
Lesa meira

Sumarlestur 2021 - námskeið

Lestrarhvetjandi og skapandi námskeið fyrir börn í 3.-4. bekk.
Lesa meira