Einstök Íslandskort

Það var stór stund á Minjasafninu á Akureyri í dag þegar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, tók við 16 Íslandskortum sem Karl-Werner Schulte færði Akureyrarbæ að gjöf. Árið 2014 gáfu Karl-Werner og kona hans Gisela Schulte-Daxboek bænum 76 kort þannig að nú telur Íslandskortasafn Akureyrarbæjar 92 kort frá árunum 1500-1800 eftir helstu kortagerðarmenn Evrópu. Kortin verða til sýnis yfir helgina á sýningunni Land fyrir stafni – Íslandskortasafn Schulte .
Lesa meira

Ljómyndir safnsins á N4

Minjasafnið býr yfir 3 milljónum ljósmynda. Hörður Geirsson fjallar um fjársjóðinn í þættinum Landsbyggðir á N4 fimmtudaginn 19. september kl. 20:30
Lesa meira

Vellankatla í Davíðshúsi - Allar gáttir opnar.

Ljóðskáldið Þórður Sævar flytur ljóð úr nýútkominni ljóðabók sinni í Davíðshúsi fimmtudaginn 19. september kl. 20.
Lesa meira

Silfurblýanturinn - Davíðshús 5. september kl. 20.

Í vetur eru 100 ár liðin frá útkomu fyrstu ljóðabókar Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, Svartra fjaðra, sem kom út um jólaleytið 1919. Sjaldan hefur ljóðabók á Íslandi verið beðið með þvílíkri eftirvæntingu og fáar hafa fengið betri viðtökur. Af því tilefni verða ýmsar uppákomur í vetur. Þar á meðal þríleikur um skáldið og hvað mótaði það og aðdraganda Svartra fjaðra.
Lesa meira

Safnarölt á Akureyrarvöku

Komdu og líttu við á söfnunum okkar á Akureyrarvöku. Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira

Vor Akureyri 1968 - Skyndisýning á Akureyrarvöku

Árið 1968 tók Ríkissjónvarpið upp sjónvarpsþátt með hljómsveit Ingimars Eydal þar sem farið er víða um Akureyri. Hlómsveitina skipuðu auk Ingimars, Finnur Eydal, Hjalti Hjaltason, Friðrik Bjarnason, Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson. Þátturinn verður sýndur í aðalsal Minjasafnsins í samstarfi við RÚV og er aðgangur ókeypis. Ókeypis er á Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið og Davíðshús á Akureyrarvöku.
Lesa meira

Ferðalag til fortíðar laðaði 1500 gesti að Gásum!

Miðaldadagar á Gásum í Eyjafirði fóru fram um helgina en Gásakaupstaður ses og Minjasafnið á Akureyri standa fyrir þeim. Þetta er í 16. skiptið sem þeir eru haldnir. Veðrið lék við gesti og Gásverja, en um 1500 manns lögðu leið sína til fortíðar þar sem þeir fengu að upplifa verslunarstaðinn á Gásum á blómatíma hans, segir Tinna Stefánsdóttir, verkefnastjóri Miðaldadaga.
Lesa meira

Leikfangahúsið 9 ára

11. júlí n.k. eru 9 ár síðan Friðbjarnarhús fylltist af leikföngum sem Guðbjörg Ringsted hafði safnað og fjölmargir gefið safninu hennar.
Lesa meira

Dagskrá Miðaldadaga

Dagskráin á Miðaldadögum á Gásum hefur sjaldan verið skemmtilegri. Miðaldadagar eru haldnir helgina 20-21 júlí.
Lesa meira

Ungt tónlistarfólk yfirtekur Davíðshús á laugardögum

Allar gáttir opnar er röð viðburða sem hafa farið fram í Davíðshúsi undanfarin ár. Í júlí og ágúst tekur ungt tónlistarfólk fyir húsið. Fylgist vel með í viðburðardagatalinu og á facebook síðu safnsins og dagskrá Listasumars.
Lesa meira